spot_img
Wednesday, January 1, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentKhabib neitar að berjast í Las Vegas

Khabib neitar að berjast í Las Vegas

Khabib Nurmagomedov neitar að berjast í Las Vegas nema hann fá formlega afsökunarbeiðni frá íþróttasambandi ríkisins.

Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov var sektaður um 500.000 dollara og fékk níu mánaða keppnisbann fyrir sinn þátt í hópslagsmálunum eftir bardagann gegn Conor McGregor þann 6. október 2018. Um leið og bardaginn kláraðist stökk Khabib yfir búrið og réðst á hornamenn Conor en upp frá því brutust út hópslagsmál. Khabib var síður en svo sáttur með sektina sem hann fékk frá íþróttasambandi Nevada fylkis (Nevada Athletic Commission, NAC).

Khabib sagði á blaðamannafundi í Rússlandi á föstudaginn að hann sé nú í samningaviðræðum við UFC um hans næsta bardaga gegn Tony Ferguson. Khabib neitar hins vegar að berjast í Las Vegas.

„Þeir [UFC] buðu mér bardagann í Vegas í mars. En ég sagði þeim að ég muni bara berjast í Vegas ef Vegas biður mig formlega afsökunar á að hafa ranglega sektað mig fyrir atvikið þann 6. október,“ sagði Khabib.

„Ef ekki getur UFC fundið aðra dagsetningu fyrir mig. Eftir því sem ég best veit er UFC að plana bardagakvöld í New York í apríl. Apríl hentar mér eða mars ef Las Vegas biður mig afsökunar.“

Khabib sigraði Dustin Poirier á UFC 242 í Abu Dhabi í september en það var hans fyrsti bardagi eftir sigurinn á Conor.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular