Kolbeinn „The Icebear“ Kristinsson mætti Mika Mielonen í Kisahalli leikvanginum í gærkvöldi. Það var möguleiki á átta lotum í bardaganum en það tók Kolbein einungis fimm lotur að sigra Mika. Mika sýndi flotta takta í bardaganum og minnti áhorfendur á af hverju hann er metinn hátt meðal hnefaleikamanna.
„Nú jabbarðu af honum hausinn“
Fyrstu þrjár loturnar voru hrikalega spennandi. Kolbeinn hélt fjarlægðinni vel og Mika gerði vel að slá þung högg sem Kolbeinn fann vel fyrir. En eftir þriðju lotuna virtist þolið vera á þrotum og það hægðist á Mika sem bakkaði mikið í kjölfarið og sló þung högg á vel völdum tímum. Kolbeinn tók yfir bardagann og sá um að halda pressunni og labba áfram. Kolbeinn fékk skýr skilaboð frá þjálfaranum sínum, Daða Ástþórssyni, fyrir fimmtu lotuna – „Jabbaðu af honum hausinn“. Sem Kolbeinn gerði með þeim afleiðingum að Mika hélt áfram að fjara út.
Áður en sjötta lotan byrjaði gaf Mika bardagann. Mika hafði meitt sig í hendinni og gat ekki barist meira, honum fannst líklegt að hann hefði slitið liðband í hendinni. Kolbeinn var líklega að vinna bardagann hjá dómurunum, Mika var orðinn meiddur og þolið var að þrotum komið. Hinn 43 ára gamli Finni ákvað þá að gefa bardagann og þar með hafði Kolbeinn varið Baltic Union-beltið sitt í fyrsta skipti. Kolli færir sig upp í 77. sæti á styrkleikalistanum yfir efnilegustu þungavigtarmenn í heiminum í dag.
Kolli gaf sér tíma í smá spjall eftir bardagann.