Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxKolbeinn ver titilinn í fyrsta skipti

Kolbeinn ver titilinn í fyrsta skipti

Kolbeinn „The Icebear” Kristinsson mun verja Baltic Union-titilinn sinn gegn Mika Mielonen 3. september. Þetta er í þriðja skipti sem bardaginn er skipulagður en það hefur reynst erfitt að gera bardagann að veruleika. Mikil spenna hefur myndast í kringum bardagann enda er gríðarlega mikið í húfi og aðragandinn var langur.

Kolbeinn og Mika verða aðalbardagi kvöldsins þegar þeir mætast loksins í hringnum 3. september næstkomandi. Kolli og Mika áttu upprunalega að mætast 1. júní fyrr í sumar en Mika Mielonen neyddist til að draga sig úr bardaganum vegna veikinda. Kolli mætti þá í staðinn Pavlo Krolenko og varð Baltic Union meistari með öruggum sigri. Í fyrsta skipti á ferlinum mun Kolli þurfa að verja beltið sitt og stöðuna sína sem meistari, má eiga von á því að Mika Mielonen mæti hrikalega vel undirbúinn og hungraður til leiks til að vinna titilinn fyrir framan sína heimaþjóð.

Bardaginn er enn sem áður hrikalega mikilvægur fyrir Kolla sem getur með sigri brotið sér leið inn á top. 80 lista yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum í dag. Í dag er Kolli í 127. sæti á heimslistanum. Sigurinn myndi opna möguleikann á því að berjast á einum af stærstu hnefaleikakvöldum í heiminum.

Miðað við hversu erfitt hefur reynst að setja upp bardagann má telja það mikla lukku að það hafi tekist núna. Langar samningaviðræður áttu sér stað milli Kolbeins og mótshaldarans eftir að bardaginn féll niður í seinna skiptið. Kolbeinn gerði harðari kröfur á mótshaldarann en hann hafði gert áður til að verja sig fyrir mögulegu tjóni ef bardaginn forfallaðist aftur. Finnarnir samþykktu kröfur Kolbeins sem mun þar af leiðandi fá hluta af greiðslunni fyrir bardagann fyrir fram og verður seinni aðilinn til að ganga inn í hringinn þegar bardaginn hefst.

Bardaginn mun fara fram á þriðjudegi en það var hefð í Helsinki að halda hnefaleikakvöld á þriðjudögum á níunda og tíunda áratugnum.

Það verður auðvitað hægt að horfa á bardagann hans Kolla gegn Mika á Minigarðinum, heimavelli bardagaíþrótta. Fimmta Lotan mun sjá um að halda uppi stemningunni og gæta þess að allra manna augu rati að skjánum á réttum tíma.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular