spot_img
Thursday, April 3, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentLawal - „Ég vel eitrið mitt og sjáum hvert þetta fer“

Lawal – „Ég vel eitrið mitt og sjáum hvert þetta fer“

Haraldur Arnarson mun mæta skoska Nígeríumanninum Kunle “The Nigerian Ninja” Lawal í kvöld á Caged Steel. Alls munu fimm einstaklingar frá Reykjavík MMA stíga inn í búrið í kvöld en bardaginn hans Halla er sá eini sem skráist sem pro-bardagi.

Ath. Allt kvöldið er sýnt í beinni útsendingu á Minigarðinum. PANTA BORÐ

Kunle leit mjög vel út þegar hann steig á vigtina í gær og var afar hress í viðtali við MMA Fréttir. Kunle er samningsbundinn við PFL-Europe en hefur ekki ennþá fengið bardaga fyrir stofnunina. Hann fær hins vegar leyfi til að berjast undir öðrum bardagasamtökum á meðan hann er á samningi við PFL, svo lengi sem þeir gefi leyfi.

Kunle átti hrikalega langan áhugamannaferil og var um tíma Four Nations Championship titilmeistari. Hann er nýlega farinn að æfa MMA sem fullt starf og má því líklega búast við mjög öflugri útgáfu á Kunle í kvöld.

Þetta verður annar atvinnumannabardaginn hans Halla en hann hefur æft MMA heilshugar í langan tíma. Þeir sem þekkja Halla vita að hann gerir í raun ekkert annað í lífinu en að æfa endalaust, fara út að labba með hundinn sinn og vera rómantískur við konuna sína. Það má því búast við hrikalega spennandi og jöfnum bardaga í kvöld milli þessara tveggja manna og líklegt að bardaginn ráðist einfaldlega á því hvor þeirra langi meira í sigurinn.

Kunle er sigurviss fyrir bardagann

“I see me dominating the fight, stand up, grappling, wrestling or anyway he wants to go. I am a very well rounded athlete. I have trained every part of my game and I’m feeling sharp for this fight and on the night I will pick my poison”

– Kunle Lawal
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið