spot_img
Tuesday, January 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMagomed Ankalaev næsti mótherji Alex Pereira að sögn umboðsmanns

Magomed Ankalaev næsti mótherji Alex Pereira að sögn umboðsmanns

Umboðsmaður Magomed Ankalaev, Ali Abdelaziz telur umbjóðanda sinn vera næstan í röðinni til að berjast við léttþungavigtarmeistara UFC Alex Pereira. Ali viðurkennir þó að erfitt sé að ráða í hugsanlega bardaga í blönduðum bardagalistum þurfi mikið að koma til svo að einhver annar bardagamaður verði tekin fram fyrir Ankalaev í léttþungavigtinni.

Ali telur Periera vera að spila leiki en Pereira hefur gefið til kynna að hann hafi áhuga á því að berjast um titlinn í millivigt og þungavigt og miðað við gegni hans síðustu ára er ekki ólíklegt að hann muni fá þau tækifæri innan UFC sem honum langar að fá.

Ali telur þó mjög miklar líkur til þess að Ankalaev fái tækifæri á því að berjast við Periera fljótlega og sagði að UFC væri einu bardagasamtökin þar sem bestu bardagamennirnir berðust og ef bardagamaður sigrar nógu og marga sterka andstæðinga muni þeir fá tækifæri á því að berjast um titil á endanum. Ali segir þá Ankalaev ekki ætla sér að glíma einungis við Periera enda telji hann sig vera betri standandi en Israel Adesanya sem rotaði Pereira árið 2023.

Það verður að segjast eins og er að Ankalaev hefur vissulega unnið sér inn tækifæri á því að berjast um titil enda hefur hann ekki tapað í 13 bardögum í röð en síðasta tap hans kom gegn Paul Craig árið 2018. Pereira byrti mynd nýverið á Instagram þar sem hann kvaðst sakna Ástralíu og hlakkaði til að sjá landið aftur í febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið