Fyrrum bardagamaðurinn Matt Hughes lenti í alvarlegu slysi á föstudagsmorgun. Hughes var fluttur með þyrlu á nærliggjandi sjúkrahús.
Matt Hughes ók pallbíl sínum í veg fyrir lest á fleygiferð nokkrum kílómetrum frá heimili sínu en þetta kemur fram á ESPN. Lestin keyrði farþegamegin í hliðina á pallbílnum en Hughes var að keyra yfir lestarteinana sem ganga þvert yfir akbrautina þegar lestin skall á. Ástand hans er stöðugt en Hughes hlaut höfuðáverka. Ekki er vitað nánar um ástand hans að svo stöddu.
Matt Hughes er einn besti veltivigtarmaður allra tíma og var tvívegis veltivigtarmeistari UFC. Hughes barðist sinn síðasta bardaga árið 2011 en hætti formlega árið 2013. Hann hefur nýlega gefið út að hann íhugi endurkomu í búrið.
Our thoughts are with Matt Hughes and his family. pic.twitter.com/TF6BaHSa85
— UFC (@ufc) June 16, 2017