Conor McGregor segir ýmislegt en það nýjasta kom í færslu á X þar sem hann segist eiga ólokið mál við Chandler sem var ekki lengi að svara honum.
Conor McGregor skrifaði: “Iron Mike Chandler ólokið mál” og Michael Chandler svaraði því: “Ólokið mál hleður…” enda er hann líklega orðinn langþreyttur á vitleysunni í McGregor.
McGregor bætti við að hann muni aðeins snúa tilbaka fyrir stóran leikvang (stadium).
Nú er spurningin hversu alvarlega er hægt að taka orðum McGregors. Svo virðist sem mikið rugl sé kallinum, drykkja og mögulega ennþá meiri neysla, plús kynferðisafbrotamálið fræga þar sem hann var dæmdur skaðabótaskyldur. Svo virðist sem hann hafi ekki verið mikið að æfa undanfarið en MMA aðdáendur myndu líklega flestir fagna endurkomu hins alræmda Conor McGregor en margir eru fullir efasemda og finnst lítið að marka orð Conors. Conor hefur sagt ýmislegt síðustu misseri sem erfitt er að taka alvarlega miðað við stöðuna á honum í dag.
Michael Chandler mætti og tapaði fyrir Paddy Pimblett fyrr í þessum mánuði sem var hans þriðja tap í röð eftir að hann rotaði Tony Ferguson með framsparki í andlitið. Chandler eyddi löngum tíma í það að bíða eftir endurkomu McGregors en gafst á lokum upp á því og sneri sér að öðru verkefni. Núna gætu hins vegar hjólin farið að snúast og þessi bardagi orðið að veruleika, ef ennþá er hægt að taka eitthvað mark á orðum McGregors.