spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMeiddur Alex Pereira mun ekki berjast á UFC 301

Meiddur Alex Pereira mun ekki berjast á UFC 301

Alex Pereira sýndi úr hverju hendurnar hans eru gerðar um helgina þegar hann mætti Jamahal Hill í aðalbardaga UFC 300 kvöldsins. Alex rotaði Hill í fyrstu lotu eftir litla sem enga mótstöðu.

Í kjölfarið sagðist Pereira vilja berjast í þungavigtinni og að hann vildi berjast í Brasilíu. Aðdáendur voru ekki lengi að gera sér mat úr þeim orðum og var strax farið að tala um að Pereira myndi berjast á UFC 301 sem haldið verður í Rio de Janeiro 4. Maí. Pereira tók lítinn skaða gegn Hill og því allt í lagi að leyfa sér dreyma. 

En umboðsmaðurinn hans Pereira, Guimarães, hefur blásið af allar hugmyndir um að Pereira muni berjast á UFC 301. Pereira er víst tábrotinn og á skilið að slaka á og njóta þess að hafa sigrað á stærsta UFC kvöldi frá upphafi að sögn Guimarães. 

““That won’t happen, no way, especially now that he has another broken toe,” Guimarães said of Pereira fighting on May 4 in Rio de Janeiro. “He has to go to the shipyard and let the dust settle and celebrate the victory. Maybe [go to Brazil] to watch the event, but no fights for him.” – Guimarães

Það lítur því allt út fyrir að Alex Pereira verði að sætta sig við sæti í stúkunni á UFC 301 og að Tom Aspinall þurfi ekki að stressa sig á að mæta Poatan á næstunni.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular