Merab Dvalishvili hefur verið ósáttur við UFC eftir að bardagasamtökin tilkynntu um fyrstu titilvörn hans gegn Umar Nurmagomedov þar sem honum þykir Umar njóta forréttindameðferðar hjá UFC vegna tengla hans og frænda hans Khabib Nurmagomedov.
Merab birti myndband á X-inu í vikunni þar sem hann tók upp eftir að honum var meinað aðgengi að UFC P.I. þar sem Umar var nú þegar að nýta sér aðstöðuna. Merab kvaðst hafa ætlað að láta hlúa að einhverjum smávægilegum meiðslum og borða með vinum sínum en hann hafi þurft að snúa sér annað þar sem að honum var meinað aðgengi að aðstöðunni. Eins og flestir þekkja er Merab meistari í Bantamvigtar flokk UFC og er það áhugavert að honum hafi ekki verið hleypt inn í jafn mikilvæga stofnun fyrir bardagamenn eins og UFC performance instetute. Merab hefur aftur á móti verið heitur í aðdraganda bardaga hans og Umar og er mjög ósáttur með hversu hratt Umar hefur klifið upp metorðastigann hjá UFC á meðan Merab var sjálfur lengi að fá tækifærið á titli þrátt fyrir langa sigurhrinu.
Merab getur sjálfum sér um kennt með langa bið eftir titiltækifæri enda neitaði hann að berjast við Aljamain Sterling jafnvel þegar Sterling var meistari í vigtinni hans Merab og flestir voru sammála um að röðin væri komin að honum. Þetta var þar sem þeir voru vinir og Merab vildi ekki taka titilinn af vini sínum sem er skiljanlegt út frá bæjardyrum Sterling en spurning hvort Merab ætti að líta í eigin barm í stað þess að hníta í meðferð UFC á Umar. Merab Dvalishvili keppir við Umar Nurmagomedov á UFC 311 sem haldið verður 18. janúar og er ljóst að þeir áhugamenn blandaðra bardagalista sem hafa gaman af öflugri glímu ættu ekki að láta þennan bardaga fram hjá sér fara enda tveir af betri glímumönnum í UFC sem stendur að fara að berjast.