spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMichael Chandler vonast til að lokka Khabib til baka með sigri á...

Michael Chandler vonast til að lokka Khabib til baka með sigri á Dan Hooker

Fyrrum Bellator léttvigtarmeistarinn Michael Chandler er loksins kominn með sinn fyrsta bardaga í UFC. Hann mun þreyta frumraun sína gegn Dan Hooker fyrir nýja vinnuveitandann á UFC 257 þann 23. janúar í Abu Dhabi.

Viðureignin milli Chandler og Hooker hefur verið í bígerð síðan seint í desember en UFC staðfesti loksins bardagann þann 3. janúar síðastliðinn. Það var Dana White sem sagði fyrst frá bardaganum í viðtali við  The Schmo þann 30. desember.

Aðalbardagi kvöldsins verður endurat þeirra Conor McGregor og Dustin Poirier en fyrir utan þá viðureign var ósköp lítið að frétta af þessu Pay-Per-View kvöldi. Því er bardagi þeirra Hooker og Chandler kærkomin viðbót og gefur kvöldinu aðeins meiri kjöt á beinin.

Chandler sagði í viðtali við ESPN að hann hafi ekki átt von á því að mæta Hooker í sínum fyrsta bardaga í UFC og sagði hreint út að hann hefði frekar viljað fá einhvern ofar á styrkleikalistanum.

Upphaflega var orðrómur á kreiki um að Chandler myndi mæta Justin Gaethje en svo varð ekki raunin. Síðan reyndi UFC að para Chandler við Charles Olivera en það gekk heldur ekki upp vegna þess að Olivera treysti sér ekki í niðurskurð með stuttum fyrirvara.

„Síðan ég samdi við UFC var markmiðið alltaf að berjast þann 24. október. Mér var boðið að berjast við Dustin Poirier og Tony Ferguson en þeir höfnuðu því báðir og endaði ég því sem varamaður fyrir Khabib-Gaethje sem var fínt,“ sagði Chandler.

„Þá var markmiðið að berjast 23. janúar gegn Tony Ferguson. Af einhverjum ástæðum vildi hann ekki berjast þá en vildi frekar berjast með skömmum fyrirvara í desember. Hann endaði á að gera það og tapaði gegn Charles Oliveira. Hooker var þá eitt af nöfnunum sem kom til greina og við stukkum á það. Ég er mjög ánægður að geta bókað það enda er hann nr. 6 á styrkleikalistanum og góð kynning fyrir mig í UFC. Verður gott að vinna hann á stærsta kvöldi ársins.“

Hooker hefur verið á ágætis skriði þrátt fyrir tap gegn Dustin Poirier í júní á síðasta ári í frábærum bardaga. Þar á undan hafði hann sigrað Paul Felder og Al Iaquinta.

Chandler var léttvigtarmeistari í Bellator gæti með sigri á Hooker komið inn í UFC með látum og stimplað nafn sitt við toppinn í léttvigtinni. í sínum síðasta bardaga í Bellator rotaði hann Benson Henderson.

„Ég vil sýna UFC aðdáendum hver ég er með því að klára Dan Hooker eða valta yfir hann. Það setur mig mögulega í stöðu til að skora á sigurvegarann úr viðureign Conor-Poirier eða mögulega næsta titilabardaga gegn Khabib.“

„Auðvitað vil ég rota Hooker en ég vil líka sýna glímuna mína. Ef ég sýni gömlu góðu bandarísku glímuna get ég mögulega lokkað Khabib til að snúa aftur. Bandarísk glíma gegn rússnesku sambó og hann yrði 30-0 mig sigri ef hann getur unnið mig.“

Í gegnum tíðina hefur oft verið spekúlerað um hvernig Chandler myndi vegna í UFC og núna þann 23. janúar fáum við loksins svarið við því.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular