spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMikael og Viktor keppa á Heimsmeistaramótinu í MMA

Mikael og Viktor keppa á Heimsmeistaramótinu í MMA

Tveir Íslendingar eru skráðir til leiks á Heimsmeistaramótið í MMA í næstu viku. Mótið fer fram í Abu Dhabi og verður gríðarlega sterkt.

529 keppendur frá 60 löndum verða á Heimsmeistaramótinu í MMA sem haldið er af IMMAF (International MMA Federation). IMMAF hefur haldið heimsmeistaramót frá 2015 en gátu ekki haldið mót 2020 vegna kórónuveirunnar. Mótið átti að fara fram í Rússlandi í nóvember en var frestað til janúar og fer nú fram í Abu Dhabi.

Þeir Mikael Leó Aclipen og Viktor Gunnarsson keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Báðir æfa þeir í Mjölni og verða í Jr. flokki (18-21 árs) á mótinu.

Mikael Leó (2-1) er 18 ára gamall en hefur verið einn af efnilegustu bardagaköppum þjóðarinnar lengi. Mikael tók sína fyrstu MMA bardaga í september þegar hann keppti á Heimsbikarmótinu í Prag. Þar náði hann bronsi eftir þrjá bardaga á þremur dögum.

Mikael keppir í 61 kg bantamvigt og eru 23 keppendur skráðir í flokkinn en að hámarki eru 32 pláss í hverjum flokki. Ríkjandi Evrópumeistari og Heimsbikarmeistar, Otabek Rajabov frá Tajikistan, er skráður til leiks en hann sigraði Mikael í undanúrslitum í fyrra.

Viktor Gunnarsson (1-0) hefur líkt og Mikael komið upp í gegnum barnastarf Mjölnis. Hann tók sinn fyrsta MMA bardaga nú í október þegar hann sigraði andstæðing sinn með hengingu í 1. lotu. Viktor keppir í 66 kg fjaðurvigt og eru 30 keppendur skráðir í þann flokk.

Strákarnir halda út á laugardaginn til Abu Dhabi en dregið verður í flokkinn á sunnudaginn. Keppni hefst síðan næsta mánudag og mega strákarnir eiga von á því að berjast fimm bardaga á fimm dögum ef þeir fara alla leið.

Hægt er að horfa á bardagana á IMMAF.TV en greiða þarf fyrir áhorfa á mótið (9,99 dollarar).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular