spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxMikill hiti milli Jake Paul og Mike Perry í nótt.

Mikill hiti milli Jake Paul og Mike Perry í nótt.

Í nótt, laugardag, munu Jake Paul og Mike Perry berjast í 10 lotu hnefaleikabardaga í Amalie Arena í Tampa, Florida. Það var mikill hiti í nótt þegar þeir mættust í vigtuninni og jókst spennan þegar leið á viðburðinn.

Klassísk uppskrift og mikið drama. 

Á meðan faceoff stóð yfir sagði Paul að hann myndi rota Perry í fyrstu lotu og Perry svaraði að hann væri tilbúinn tilbúinn í stríð. Þeir héldu svo áfram að rífast þangað til Perry potaði í Paul, sem brást við með því að hrinda Perry nokkra metra aftur. Tiltækt öryggislið steig þá inn í og aðskildi strákana. 

Mike Perry var þokkalega til í slaginn eftir þessa uppákomu. 

“They’re working hard to protect him, but tomorrow night in the ring, when it’s just me and him, no protection. He’s going down…You seen how hard those big guys had to work to get me back? I was pushing through the whole shit, moving all of their asses. That’s like 1,000 pounds of pressure. That’s called ‘Platinum’ pressure. I’m putting it on him tomorrow night. I’m beating your ass, Jake!”

Mike Perry

Jake Paul var sjálfstraustið uppmálað eftir að hafa hrint Perry. Að sögn Paul hefur Dana White lofað Perry UFC samning ef að honum tekst að rota Jake Paul. Paul er þó handviss um að Dana White geti alveg sleppt því að skrifa upp samninginn eða einfaldlega fleygt honum beint í ruslið. 

“Dana White said he’s going to give him a UFC contract if he can knock me out. Guess what, Dana? You can rip up the f*cking contract because I’m going to f* up Mike Perry. Anyone you send at me, any one of your MMA fighters is going to get f*cked up. They’ve been trying to assassinate me. They don’t want me in this sport. They hate that I run this sport.”

Jake Paul

Mike Perry kemur inn í bardagann sem töluverður underdog. Veðbankarnir bjóða upp á 1.2 í stuðul á Jake Paul og 4.5 á Mike Perry. 

Bardaginn ætti byrja um 3 leitið í nótt og verður honum streymt sem PPV í gegn DAZN.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular