Í nótt, laugardag, munu Jake Paul og Mike Perry berjast í 10 lotu hnefaleikabardaga í Amalie Arena í Tampa, Florida. Það var mikill hiti í nótt þegar þeir mættust í vigtuninni og jókst spennan þegar leið á viðburðinn.
Klassísk uppskrift og mikið drama.
Á meðan faceoff stóð yfir sagði Paul að hann myndi rota Perry í fyrstu lotu og Perry svaraði að hann væri tilbúinn tilbúinn í stríð. Þeir héldu svo áfram að rífast þangað til Perry potaði í Paul, sem brást við með því að hrinda Perry nokkra metra aftur. Tiltækt öryggislið steig þá inn í og aðskildi strákana.
Mike Perry var þokkalega til í slaginn eftir þessa uppákomu.
Jake Paul var sjálfstraustið uppmálað eftir að hafa hrint Perry. Að sögn Paul hefur Dana White lofað Perry UFC samning ef að honum tekst að rota Jake Paul. Paul er þó handviss um að Dana White geti alveg sleppt því að skrifa upp samninginn eða einfaldlega fleygt honum beint í ruslið.
Mike Perry kemur inn í bardagann sem töluverður underdog. Veðbankarnir bjóða upp á 1.2 í stuðul á Jake Paul og 4.5 á Mike Perry.
Bardaginn ætti byrja um 3 leitið í nótt og verður honum streymt sem PPV í gegn DAZN.