spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMuhammad Mokaev kveður UFC

Muhammad Mokaev kveður UFC

Það var tíðindamikið kvöld á laugardaginn var þegar Belal Muhammad vann veltivigtartitilinn af Leon Edwards. Á sama kvöldi var ákveðið að Muhammad Mokaev væri búinn að stíga sín síðustu skref með UFC. Muhammad Mokaev, sem er ósigraður bæði sem áhugamaður og atvinnumaður, mun ekki fá áframhaldandi samning eftir óspennandi og vafasama frammistöðu gegn Manel Kape. Viðureign sem annars lofaði góðu fyrir bardagann.

Það var þónokkuð mikil spenna fyrir bardagann milli Kape og Mokaev. Í vigtun og face off var mikill hamagangur og það var ekki séns að fá mennina til að mætast auglitis til auglitis í eina sekúndu án þess að allt myndi sjóða upp úr.

Þó að Dana White hafi takmarkaða þolinmæði fyrir slíkum uppákomum, þá hafa aðdáendur oft gaman af því. Aðdáendur áttu líklega von á stórfenglegri flugeldasýningu þegar þeir mættust loksins í búrinu. En bardaginn var vægast samt kraftlítill.

Mokaev og Kape héldu góðri fjarlægð og lentu lítið á hvorn annan. Mokaev tók Kape niður í annarri lotu, en dómarann neyddist til að stöðva bardagann eftir að Mokaev togaði niður buxurnar hans Kape og beraði rassinn hans fyrir áhorfendum. Var það líklega það tíðindamesta í bardaganum.

Að sögn Dana White er erfitt að vinna með Muhammad Mokaev og matchmakers segja að hann sé ósamvinnuþýður. UFC og Dana White virðast því vera tilbúin að sleppa Mokaev til PFL og láta eins og það sé mikill léttir fyrir alla.

Mokaev er taplaus og með 7 sigra innan UFC . Hann átti svakalegan og eftirminnilegan bardaga gegn Jafel Filho, sem var nálægt því að rífa hnéð á Mokaev í sundur áður en Mokaev snéri bardaganum við og sótti sigurinn. Líklega voru allir áhorfendur gapandi af aðdáun á þeim tímapunkti. En meira munum við ekki fá frá Mokaev í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular