spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Jacaré vs. Hermansson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Jacaré vs. Hermansson

Um helgina er fínasta bardagakvöld í Sunrise, Flórída. Í aðalbardaga kvöldins mætast Ronaldo ‘Jacaré’ Souza og Jack Hermansson en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

 

Tryggir Jacaré sér titilbardaga?

Jacaré átti upprunalega að mæta Yoel Romero en eftir að sá síðarnefndi þurfti að draga sig úr bardaganum vegna veikinda fyllti Jack Hermansson í skarðið. Dana White hefur fullvissað Jacaré um að sigur gegn Hermansson muni skila honum titilbardaga en brassinn verður fertugur í desember og því kominn á seinasta séns. Það er alltaf gaman að horfa á Jacaré og er hann í miklu uppáhaldi hjá bardagaaðdáendum um allan heim – sérstaklega glímuáhugamönnum. Það gleymist líka oft hvað hann hefur keppt við gífurlega sterka andstæðina en hann hefur klárað menn á borð við Chris Weidman, Robbie Lawler, Gegard Mousasi og Vitor Belfort.

Verður Greg Hardy rotaður?

Fyrrum ruðningsstjarnan og nýliðinn Greg Hardy hefur á mjög skömmum tíma orðið einn hataðasti bardagakappi UFC, svona náungi sem fólk elskar að hata. Eftir að Hardy var rekinn úr NFL eftir gróft heimilisofbeldi fékk hann samning hjá UFC. Margir gagnrýndu UFC fyrir að bjóða Hardy samning en síðan ákváðu þeir að troða honum á sama bardagakvöld og Rachel Ostovich, sem var þolandi í heimilisofbeldi aðeins þremur vikum áður. Hardy gerði sjálfum sér síðan enga greiða í sjálfum bardaganum og lét dæmi sig úr leik eftir ólöglegt hné. Eftir bardagann klöppuðu áhorfendur að óförum Hardy og er það ansi sjaldséð. Andstæðingur Hardy, Dmitry Smolyakov, er ekta þungavigtarmaður sem hefur aldrei farið í dómaraákvörðun í tíu bardögum. Hann hefur unnið átta af tíu bardögum sínum og alla eftir rothögg eða uppgjafartak. Allar líkur á því að einhver verði rotaður í þessum bardaga.

Áhugaverður bardagi í veltivigtinni

Í veltivigtinni mætast Alex ’Cowboy’ Oliveira og Mike ’Platinum’ Perry. Báðir eru að koma eftir tap en Oliveira tapaði eftirminnilega fyrir Gunnari Nelson í desember síðastliðnum á meðan Mike Perry tapaði fyrir öðrum kúreka, Donald ‘Cowboy’ Cerrone, í nóvember. Þessir tveir eru á svipuðum stað á styrkleikalistanum og Gunnar, rétt fyrir utan topp 15, og því gætu úrslitin haft áhrif á næsta bardaga Gunnars.

Margir aðrir spennandi bardagakappar

Það eru margir aðrir spennandi náungar á þessu bardagakvöldi: Gilbert Burns mætir Mike Davis á upphitunarhluta kvöldsins, John Lineker keppir við Cory Sandhagen og Glover Teixeira mætir Ion Culetaba í léttþungavigtinni.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular