Paddy Pimblett sigraði Michael Chandler með tæknilegu rothöggi á UFC 314 sem fór fram í Miami um helgina. Paddy vann sér inn frammistöðu bónus og færist upp um fjögur sæti á styrkleikalistanum, Chandler niður um 5.
Bardaginn var skipulagður fyrir fimm lotur í stað þriggja vegna stærðar sinnar þrátt fyrir að ekki hafi verið um titilviðureign né aðalbardaga að ræða. Chandler byrjaði vel en eyddi miklu púðri í að reyna að taka Paddy niður sem tók að lokum yfir og sýndi mikla yfirburði í bardaganum. Paddy kláraði bardagann með góðum ground-n-pound höggum og olnbogum úr mount.
Var Paddy svona góður eða er Chandler búinn? Það er spurning. Paddy leit vissulega mjög vel út og hefur líklega sannfært marga efasemdarmenn en Chandler leit alls ekki vel út og er kannski ekki sami maður og hann var. Nú er spurning hvað er næst fyrir þá báða. Chandler sagði það sjálfur fyrir þennan bardaga að hér væri allt undir og eftir tapið verður erfitt að fá annan bardaga á sömu stærðargráðu núna þegar hann hefur fallið niður um fimm sæti.
Paddy hins vegar, hann sagðist vera á eftir titlinum í viðtalinu við Joe Rogan eftir bardaga. Hann vill mæta hverjum sem er í efstu fimm sætunum á styrkleikalistanum og nefndi Charles Oliveira, Justin Gaethje og Dustin Poirier. Hann nefndi líka Arman Tsarukyan en afskrifaði hann svo. Hann sagði Oliveira vera mestu göðsögnina meðal þeirra og sagði svo að fólk kalli hann helsta uppgjafartaks sérfræðinginn í UFC en hann vill meina að hann sjálfur sé það. Athygli vakti að hann nefndi ekki Ilia Topuria sem hefur nýlega yfirgefið fjaðurvigtina og það belti og snúið sér að léttvigtinni. Paddy og Ilia eiga sögu eins og flestir vita og gæti bardagi milli þeirra selt mikil áhorf og eru Dana White og kollegar hans ábyggilega vel meðvitaðir um það.