Bardaganum milli Joseph Parker og Martin Bakole var að ljúka rétt í þessu og stöðvaði dómarinn bardagann í 2. lotu eftir að Parker sló Bakole niður með yfirhandar hægri.
Parker lét þetta líta þægilega út. Hann byrjaði bardagann aðeins hlédrægur og bakkandi undan Bakole, líklega bara að reikna hann út, en í 2. lotu var hann alveg til í að hleypa honum nær sér. Höggið sem sló Bakole niður virtist ekki lenda nema að hluti til en það lenti ofarlega á höfðinu á Bakole og var nóg til að enda bardagann. Einhverjir dómarar hefðu kannski leyft þessu að halda áfram en það var ekkert kvartað undan ákvörðuninni.
Parker byrjaði á að þakka guði, Turki Al-Sheikh og fólkinu í Saudi-Arabíu. Svo þakkaði hann liðinu sínu og Bakole fyrir að ferðast alla þessa leið og taka bardagann með stuttum fyrirvara.
“Hver er næstur? Hvernig get ég barist fyrir heimsmeistaratitil?” sagði Parker svo og bætti við að hann væri alveg til í að mæta Oleksandr Usyk. Hann sagði svo að leikáætlunin var að ná Bakole með yfirhandahægri þegar hann myndi stíga inn þannig allt fór eftir áætlun hjá honum í kvöld. Hann endaði á að senda kveðju á konuna, börnin, foreldra sína og systur.