spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaPat Miletich í frægðarhöll UFC

Pat Miletich í frægðarhöll UFC

pat_miletich_ufc_welterweight-27040Í frægðarhöll UFC eru þeir Mark Coleman, Randy Couture, Tito Ortiz, Forrest Griffin, Stephan Bonnar, Royce Gracie, Chuck Liddell, Matt Hughes, Dan Severn, Ken Shamrock og Charles Lewis en nú hefur sá 12. bæst við.

Á UFC Fan Expo um nýliðna helgi var tólfti einstaklingurinn tekin inn í frægðarhöll UFC en það var enginn annar en Pat Miletich.  Hinn 48 ára gamli Miletich er einn af fyrstu bardagamönnum sem voru vel að sér í öllum hliðum MMA og hann er einn af fyrstu til þess að vera með æfingarfélag sem einbeitir sér eingöngu að MMA.

Þann 16. október árið 1998 barðist Miletich við Mikey Burnett þar sem þeir kepptust um að verða fyrsti veltivigtarmeistari UFC. Í þá tíma var þyngdarflokkurinn kallaður léttvigt. Miletich og Burnett áttu jafnan bardaga en Miletich sigraði eftir klofna dómaraákvörðun (e. split decision) og varð þá fyrsti veltivigtarmeistari UFC. Miletch varði titil sinn fjórum sinnum en tapaði svo gegn Carlos Newton á UFC 31.

Seinna meir ákvað Miletich að einbeita sér að þjálfun og þjálfaði þar á meðal Matt Hughes sem er einmitt í frægðarhöll UFC, fyrrverandi þungavigtarmeistarann Tim Sylvia og léttvigtarmeistarann Jens Pulver. Miletich Fighting System er enn starfandi og er Barb Honchak þeirra eini meistari úr Invicta.

Finnst ykkur kæru lesendur að Miletech eigi heiðurinn skilið?

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular