spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentPetr Yan reis upp frá dauðum í nótt

Petr Yan reis upp frá dauðum í nótt

Petr Yan mætti Song Yadong í fyrsta aðalbardaga UFC 299 í nótt. Petr Yan sigraði Song Yadong með einróma dómara ákvörðun 29-28 samkvæmt öllum þremur dómurum. Yan var fyrir bardagann á 3 bardaga taphrynu og þurfti svo sannarlega á sigrinum að halda.

Petr Yan byrjaði bardagann hægt og var seinn í gang. Það má jafnvel segja að hann hafi verið frekar ragur á köflum. Song vann fyrstu lotuna með flottu boxi og fellu sem leiddi bardagann í gólfið. Song tryggði sér stöðuna þar og gékk Yan illa að standa upp aftur. Song Yadong gerði ekki mikinn skaða í gólfinu og fékk Petr að rölta í hornið sitt í lok lotunnar frekar heill. 

Petr Yan fékk skýr skilaboð frá horninu sínu – Hætta að sparka og auka vinnuframlagið. Yan tók yfir bardagan með beittu boxi og þá sérstaklega jabbi og upphöggi frá mismunandi vínklum. Eitt af hans flottari höggum var hægri upphögg undir jabb frá Song Yadong sem virkaði glimrandi vel þar sem hann var búinn að sækja sér góðan vinkil. Petr Yan gróf nokkur góð högg í skrokkinn á Song Yadong sem byrjaði að fjara út hraðar en Petr Yan því meira sem leið á bardagann.

Song Yadong og Petr Yan komu inn í bardagann með svipað upplag þ.e. Boxa þétt og hóta fellum án þess að setja of mikinn kraft í þær. En Petr Yan var einfaldlega bara betri og reyndari í þeim leik.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular