Donn Davis, einn af stjórnendum PFL, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem kemur fram að olnbogar verði löglegir í öllum bardögum innan sambandsins. Frá árinu 2018 hafa olnbogar verið bannaðir í ákveðnum bardögum PFL sem eru kallaðir innan leiktíðar bardagar (in season fights)-bardagar eða útsláttar bardagar (Playoff fights) en olnbogar hafa alltaf verið leyfilegir í bardögum sem falla utan við leiktíðartímabil eða útsláttarkeppnis tímabil.
Ástæða þess að olnbogar voru bannaðir á leiktíðartímabili og í útsláttarkeppni var að verja bardagamenn fyrir því að verða fyrir miklum skaða á meðan mikið álag var á þeim innan þessara tímabili þegar leiktíð er í gangi og þegar útsláttarkeppnin er hafin.
Í yfirlýsingu Donn Davis segist hann vera að verða við óskum aðdáenda sem hafi viljað hafa olnboga löglega í öllum bardögum.