Karate Combat hélt sinn 51. viðburð í nótt í Miami, Florida þar sem kúbverski risinn Robelis Despaigne þreytti frumraun sína fyrir samtökin. Despaigne sem þekktur er fyrir hröð rothögg hélt uppteknum hætti og rotaði andstæðing sinn með yfirhandar hægri eftir aðeins 4 sekúndur.
Despaigne mætti pólverjanum Dominik Jędrzejczyk, sem samkvæmt Tapology átti aðeins 1 kickbox bardaga á recordinu sem hann hafði tapað. Það leit út eins og væri verið að leiða lamb til slátrunar og það var nákvæmlega raunin.
Fyrrverandi UFC bardagamaðurinn Rafael Alves, sem átti svakalegt rothögg sem fór eins og eldur í sinu um internetið í síðasta Karate Combat bardaga sínum, var einnig í eldlínunni á þessu viðburði og sigraði hann andstæðing sinn Khama Worthy með einróma ákvörðun.
Arturo Vergara vann bantamvigtartitil Karate Combat í sínum 5. bardaga fyrir samtökin þegar hann rotaði Eoghan Chelmiah í aðalbardaganum með góðum hnjám og fylgdi eftir með ground-n-pound höggum.