spot_img
Sunday, May 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRosalegur endasprettur hjá Garry og Prates

Rosalegur endasprettur hjá Garry og Prates

Ian Machado Garry og Carlos Prates mættust í aðalbardaganum á bardagakvöldi UFC í Kansas City og sigraði Garry á einróma ákvörðun eftir frábæra frammistöðu sem var þó í hættu á endapsrettinum eftir að eitt högg frá Prates breytti öllu.

Þeir fóru rólega af stað, vitandi að þetta væru fimm lotur. Prates var að elta Garry uppi en Garry að gera rosalega vel að koma inn með góð högg og aftur út í örugga fjarlægð. Hægri háspörkin hans Garry héldu vinstri hendinni hans Prates uppteknri og var Garry góðar að blanda inn fellutilraunum. Prates rennur seint í fyrstu lotu og étur nokkur slæm högg í gólfinu.

Garry fer að finna taktinn sinn betur og betur í annarri. Dýnamíkin að Prates sé að elta Garry uppi minnkar statt og stöðugt í annarri lotu og í þriðju lotu er það Garry sem sækir. Garry lendir svakalegu upphöggi um miðja þriðju lotu sem vankar Prates og nær honum svo niður. Garry varð með því fyrsti maðurinn til þess að taka Prates niður í UFC.

Garry eyddi góðum hluta fjórðu lotu með allan sinn þunga á Prates að láta hann vinna og eyða kröftum en þegar Prates náði að losa sig kom hann sterkur tilbaka og virtist hann kominn með smá meðbyr undir lok lotunnar. 

Dýnamíkin breytist aftur í að Prates eltir Garry uppi, vitandi að hann þarf rothögg, en Garry er rosalega góður að stöðva alla sókn frá Prates með vel tímasettum árásum sem hann hafði verið að gera allan bardagann. Prates lendir góðu höggi og mögulega nefbrýtur Garry eða þá a.m.k. vankar hann. Úr verður rosalegur endasprettur og var Prates ekki langt frá því að hreinlega klára Garry sem lifði þó af og sigraði á einróma ákvörðun.

Ian Garry segist ætla að vigta inn sem “back up” fyrir veltivigtartitilbardagann á UFC 315 11. maí og vill svo fá næsta titilskot eftir það. Það má færa góð rök fyrir því að hann eigi það skilið.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið