spot_img
Tuesday, January 20, 2026
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJSamuel Máni Leite, yngsti Evrópumeistari Íslands í BJJ, gestur Fimmtu Lotunnar

Samuel Máni Leite, yngsti Evrópumeistari Íslands í BJJ, gestur Fimmtu Lotunnar

Í nóvember í fyrra eignaðist Ísland sinn yngsta Evrópumeistara í Brasilísku Jiu-Jitsu, hinn 6 ára gamla Samuel Leite, sem varð 7 ára í dag þegar þátturinn kemur út og þetta er skrifað.

Í byrjun Nóvember fóru tveir ungir strákar, Sammi og Thomas, til Dublin og tóku þátt á IBJJF Kids European Championship eða Evrópumeistaramóti barna og komst Thomas einnig á pall í sínum flokki.

Á laugardeginum, 8. nóvember, kepptu Breki Harðarson og Stefán Fannar, þjálfarar drengjanna, á IBJJF Dublin Open.Breki Harðarson tók fjögur brons – í Gi og No-Gi, bæði í sínum flokki og í opnum flokkum.Stefán Fannar vann gull í No-Gi sínum flokki, silfur í Gi og brons í opna flokki No-Gi.

Daginn eftir, 9. nóvember, kepptu Samuel og Thomas. Samúel varð Evrópumeistari í sínum aldurs- og þyngdarflokki Thomas tryggði sér brons í sínum flokki eftir flottan dag á mótinu.

Alls níu verðlaun og ótrúlega farsæl ferð fyrir hópinn.

Samuel mætti ásamt pabba sínum Georgi og þjálfaranum sínum Stebba Fannari og ræddi við Fimmtu Lotuna um þetta allt saman og ýmislegt fleira. Samuel heldur nú einnig metinu sem yngsti gestur Fimmtu Lotunnar.

Hér má sjá glímuna og uppgjafartakið þegar Samuel tryggði sér Evrópumeistaratitilinn:

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið