Veðmálasíðan Draft Kings gaf út lista yfir hverja þeir telja vera líklegasta til að verða meistarar í UFC í lok árs 2025.
Þungavigt
Draft Kings spá því að Tom Aspinall verði þungavigtarmeistari í lok árs 2025 sem er áhugavert þar sem núverandi þungavigtarmeistari Jon Jones er af mörgum talinn besti bardagamaður allra tíma. Jon Jones er talinn næstlíklegastur og þá er Jailton Almeida þriðji líklegasti til að verða þungavigtarmeistari í lok árs.
Létt þungavigt
Í léttþungavigtinni er Alex Pereira, núverandi meistari, talinn líklegastur til að halda beltinu í lok árs 2025. Í öðru sæti er Magomed Ankalaev og í þriðja er Jamahal Hill, greinilegt að Draft Kings búast ekki við miklum sviptingum í léttþungavigtinni á næsta ári en Jamahal Hill er númer þrjú í röðun bardagamanna í vigtinni samkvæmt UFC en Magomed Ankalaev er númer eitt.
Millivigt
Draft Kings reikna með meiri breytingum í millivigtinni en Khamzat Chimaev er talinn líklegastur til að halda á beltinu í lok ársins 2025 en hann er númer 3 í röðun UFC í millivigt þegar þetta er skrifað. Þá er Dricus Du Plessis næst líklegastur til að vera meistari í lok næsta árs en hann er núverandi meistari í millivigt UFC og þá er Sean Strickland talinn þriðji líklegasti bardagamaður millivigtarinnar til að vera meistari í lok næsta árs. Það er áhugavert að Israem Adesanya, fyrrverandi meistari í millivigt, er aðeins í áttunda sæti hjá Draft Kings yfir bardagamenn sem eru líklegir til að vera millivigtarmeistari í lok árs 2025.
Veltervigt
Í veltervigt er Shavkat Rakhmonov sá bardagamaður sem Draft Kings telur líklegastan til að verða meistari í lok árs 2025. Í öðru sæti er núverandi meistari deildarinnar Belal Muhammad og í þriðja sæti er fyrrverandi meistari í deildinni Leon Edwards.
Léttvigt
Léttvigtin er sennilega þéttasti þyngdarflokkurinn þar sem fjöldi frábærra bardagamanna eru að berjast en að mati Draft Kings er núverandi meistari Islam Makachev líklegastur til að loka árinu sem meistari. Í öðru sæti er Arman Tsarukyan en í þriðja sæti er Charles Oliveira sem er fyrrum meistari í léttvigtinni.
Fjaðurvigt
Í fjaðurvigtinni er Ilia Topuria talinn líklegastur til að halda beltinu út árið en hann er núverandi meistari í deildinni. Í öðru sæti er Mosvar Evloev en í þriðja er Diego Lopez en Draft Kings eru greinilega að reikna með kynslóðarskiptum í deildinni því Alexander Volkanovski og Max Holloway sem hafa verið ofarlega í hugum margra þegar fjallað er um fjaðurvigtina síðustu ár komast ekki í topp þrjá yfir líklegustu meistara fjaðurvigtar í lok árs 2025.
Bantamvigt
Í Bantamvigtinni er Umar Nurmagomedov talinn líklegasti meistari deildarinnar í lok árs, í öðru sæti er núverandi meistari deildarinnar Merab Dvalishvili en þeir eiga bardaga gegn hvor öðrum 18. janúar næstkomandi á UFC 311. Í þriðja sæti er sykursæti Sean O´Malley en hann var meistari í deildinni áður en Merab Dvalishvili tók af honum beltið í september á þessu ári.
Fjaðurvigt
Í fjaðurvigtinni telja Draft Kings núverandi meistara Alexandre Pantoja líklegastan til að verða meistari í lok árs 2025. Pantoja er svo gott sem búinn að klára deildina og er UFC farið að horfa út fyrir bardagasamtökin til að finna hugsanlegan mótherja fyrir Pantoja. Í öðru sæti er Kai Kara-France og í þriðja er Berndon Moreno sem hefur verið að berjast um fjaðurvigtartitilinn árum saman án þess að ná að halda honum sjálfur í lengri tíma en einn eða tvo bardaga.
Bantamvigt, kvennaflokkur
Í bantamvigtardeild UFC hjá konum er Kayla Harrison talin líklegust til að verða meistari í lok árs. Í öðru sæti er Julianna Pena og í þriðja sæti er engin önnur en Amanda Nunes sem er af mörgum talin besta bardagakona allra tíma en hún lagði hanskana á hilluna í júní árið 2023. Næsta ár gæti orðið mikilvægt fyrir kvennadeildir UFC en áhugi hefur verið að dala nokkuð undanfarið en endurkoma Amöndu Nunes og mögulegur ofurbardagi milli hennar og Keylu Harrison gæti kveikt í mörgum áhugamönnum um blandaðar bardagalistir og gæti það orðið einn af bardögum ársins 2025.
Fluguvigt Kvennaflokkur
Í fluguvigtinni telur Draft Kings núverandi meistara Valentinu Shevchenko líklegasta til að halda titlinum í lok árs 2025. Valentina hefur verið yfirburðameistari í sínum flokki að undanskildu því þegar hún tapaði fyrir Alexu Grasso í mars 2023 en á síðasta ári fékk Valtina uppreisn æru þegar hún gerði jafntefli við Grasso í september 2023 og sigraði hana síðan í september á þessu ári en Valtina hafði ekki tapað bardaga frá árinu 2017 áður en hún tapaði gegn Grasso. Í öðru sæti er Manon Fiorot og í þriðja er Erin Blanchfield.
Strávigt Kvennaflokkur
Í strávigt er ríkjandi meistari Zhang Weili talin líklegust til að halda beltinu út næsta ár en þar á eftir kemur Tatiana Suarez næstlíklegust og þá er Yan Xiaonan í þriðja sæti samkvæmt Draft Kings.