UFC 175 fer fram í Las Vegas í nótt. Pennar MMA Frétta spá fyrir um úrslitin í aðalbardaga kvöldsins, Chris Weidman gegn Lyoto Machida.
Chris Weidman gegn Lyoto Machida
Pétur Marinó Jónsson: Ég held með Machida en held að Weidman taki þetta. Phil Davis náði að taka Machida niður og Chris Weidman er mun betri MMA wrestler og með betra striking. Margir bardagamenn verða pirraðir þegar þeir mæta Machida og overcommita þá í höggin sín en Weidman er nógu agaður til að halda ró sinni. Weidman sigrar eftir dómaraákvörðun.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Machida hefur gengið vel á móti flestum wrestlerum (nema Jones). Hann er rosalega slick og hefur mikla snerpu, en ég held að Weidman sé í sama flokki og Jon Jones. Weidman á eftir að ná að nýta clinch yfirburðina sýna og ná honum niður þar sem hann mun klára hann með TKO í 3. lotu.
Hreiðar Már Hermannsson: Ég vill sjá Chris Weidman verja titilinn sinn af hörku, einhverra hluta vegna er ég ennþá ekki 100% sannfærður um að hann sé sannur meistari millivigtarinnar! Weidman er ennþá ósigraður og það eftir 2 bardaga við Anderson Silva. Ég er spenntur fyrir bardaganum og spái Weidman sigri.
Óskar Örn Árnason: Það er erfitt að greina þennan bardaga. Það fer allt eftir hvort Weidman nái að króa Machida af og taka hann niður. Ég held að hann verði í vandræðum en nái að lokum fellu og jafnvel submission á svartbeltinginn. Sem sagt Weidman, sub eða TKO í 2. eða 3. lotu.
Brynjar Hafsteins: Gríðarlega spennandi bardagi. Mig langar að sjá Weidman domineita en einhvern veginn er ég ekki enn sannfærður að Weidman sé betri en aðrir millivigtarmenn. Lyoto sigrar með dómaraúrskurði. Ef Weidman sigrar þá er engin úr millivigt að fara að sigra hann.
Guttormur Árni Ársælsson: Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Machida nálgast þenna bardaga. Hann er þekktur sem “counter striker” og að mínu mati vinnur það gegn honum í þessum bardaga. Weidman er ríkjandi meistari og Machida þarf að taka titilinn af honum. Ég held að Weidman vinni þennan bardaga á dómaraúrskurði eftir að hafa náð Machida nokkru sinnum í gólfið.
Oddur Freyr: Ég býst við að Weidman sigri á wrestling, annað hvort með submission sigri eða dómaraúrskurði. En ég ætla að spá Machida sigri, einfaldlega vegna þess að mér líkar ekki við Weidman og vil sjá hann tapa. Machida nær að halda Weidman frá sér og verjast fellum og hann rotar Weidman í þriðju lotu með einhverju svakalegu sparki í höfuðið eins og Couture (þetta er fyrst og fremst vonin mín, frekar en spá).
Weidman: Pétur, Sigurjón, Hreiðar, Óskar, Brynjar og Guttormur.
Machida: Oddur.