spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (UFC 218)

Spámaður helgarinnar: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (UFC 218)

UFC 218 fer fram í nótt í Detroit í Bandaríkjunum. Að þessu sinni er Arnór Sveinn Aðalsteinsson spámaður helgarinnar fyrir bardagakvöldið.

Arnór Sveinn spilar knattspyrnu með KR og hefur fylgst með MMA um nokkurt skeið. Gefum honum orðið.

Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Michelle Waterson

Torres er með gríðarlega sterkan og óþreytandi bardagastíl sem gæti reynst Waterson erfitt að eiga við. Styrkleikar Waterson eru í gólfinu en hún hefur unnið tíu bardaga með uppgjafartaki en vörn Torres gegn fellum mun ráða úrslitum. Torres mun pressa og þreyta Waterson allan bardagann. Waterson mun standast pressuna en Torres mun vinna á dómaraákvörðun eftir sannfærandi frammistöðu.

Léttvigt: Eddie Alvarez gegn Justin Gaethje

Eddie Alvarez er einn sá allra harðasti í bransanum en á móti honum stendur einn ungur, hungraður og grjótharður Justin Gaethje. Alvarez hefur reynsluna fram yfir Gaethje sem hefur einungis barist einu sinni áður í UFC. Hins vegar hefur engum tekist að vinna Gaethje, hann er ósigraður í 18 bardögum þar sem hann hefur rotað 15 andstæðinga sinna. Ég held að tími Gaethje sé kominn og hann sýni allar sínar bestu hliðar í mögnuðum bardaga sem fer alla leið og ræðst á dómaraákvörðun.

Fluguvigt: Henry Cejudo gegn Sergio Pettis

Cejudo kom gríðarlega sterkur til baka eftir tvö töp í röð og sigraði Wilson Reis með sannfærandi hætti í sumar og lítur út fyrir að hafa endurskoðað bardagastíl sinn. Sergio Pettis er með spennandi og skemmtilegan stíl sem minnir um margt á eldri bróðir hans Anthony Pettis. Bardaginn mun verða jafn og skemmtilegur en glímutækni og styrkur Cejudo munu ráða úrslitum í þessum bardaga. Cejudo vinnur eftir dómaraákvörðun.

Þungavigt: Francis Ngannou gegn Alistair Overeem

Alistar Overeem mun ekki hætta fyrr en hann verður krýndur þungavigtameistari UFC. Hann á einn magnaðsta feril núverandi bardagakappa í UFC en í vegi hans stendur einn efnilegasti og mest ógnvekjandi rotari sem fram hefur komið í þungavigtinni, Francis Ngannou. Vilji og hungur Overeem til þess að fá annan séns á titilbardaga mun vega þyngra en styrkur og höggþyngd Ngannou. Ubereem sigrar með sinni þekktu guillotine hengingu í lotu 2.

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn José Aldo

Aldo er hungraður eftir að hafa tapað beltinu og er algjörlega staðráðinn í að verða aftur kóngurinn í deildinni. Hann leit gríðarlega vel út gegn Frankie Edgar á UFC 200 og sýndi af hverju hann var allsráðandi í 10 ár í fjaðurvigtinni. Það virðist hins vegar ekkert geta stoppað Max Holloway, ekki einu sinni Jose Aldo sem tapaði fyrir Holloway í sumar. Ég tippa þó að reynslan sigri að lokum, Aldo bindur enda á sigurhrynu Holloway með rothöggi í annarri lotu og endurheimtir krúnuna sem var hans svo lengi.

(Mynd: Aðsend)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular