spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Diego Björn Valencia (UFC 212)

Spámaður helgarinnar: Diego Björn Valencia (UFC 212)

Diego Björn Valencia
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Spámaður helgarinnar er Diego Björn Valencia. Diego spáir í spilin fyrir UFC 212 sem fer fram í kvöld.

Diego Björn er 2-1 sem atvinnumaður í MMA og hefur fylgst með MMA undanfarin áratug. Gefum honum orðið.

Veltivigt: Erick Silva gegn Yancy Medeiros

Erick Silva er oftast í mjög skemmtilegum bardögum og virðist vera skítsama um að fá högg í andlitið. Hann er 7-6 í UFC og búinn að vera rotaður oft. Medeiros er grjótharður Havaí gaur með power í höndunum og gott jits. þetta er Fight of the Night sem endar með Guillotine hjá Medeiros í þriðju lotu eftir stríð.

Millivigt: Paulo Borrachinha gegn Oluwale Bamgbose

Kannast ekki við Borrachinha gæjann en hef séð Bamgbose gegn Urijah Hall held ég og hann var ekki impressive. Segjum að Borrachinha roti hann í 2. lotu.

Millivigt: Vitor Belfort gegn Nate Martquardt

Tveir sem voru upp á sitt besta fyrir tíu árum þegar ég var rétt að byrja að fylgjast með UFC. Ég spái því að Vitor klári þetta í fyrstu lotu með síðustu gufunum af TRT-inu sínu og steinroti Nate. Svo faðmast þeir í búrinu, þakka Jesú fyrir og hætta báðir.

Strávigt kvenna: Claudia Gadelha gegn Karolina Kowalkiewicz

Ég hef ekki séð nógu mikið af þessum stelpum til að spá neinu af viti fyrir þennan bardaga. Tippa á Claudiu því það er svo stutt síðan ég sá Karolinu tapa.

Titilbardagi í fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Max Holloway

Ég held að Holloway taki þetta í svakalegum standup bardaga. Hann er á tíu bardaga sigurgöngu, er yngri og ferskari og með reachið. Aldo er samt einn af mínum uppáhalds og ég væri alveg til í að sjá hann vinna. En ég held að hans tími sé liðinn og svo er líka betra fyrir þyngdarflokkinn ef Holloway vinnur því þá á Frankie Edgar líklega næsta titilbardaga. Ég segi að Holloway klári þetta í 4. eða 5. lotu.

Að lokum má benda á að nýtt highlight myndband af Diego var frumsýnt í gær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular