Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 61: Mir vs. Silva
Á sunnudagskvöldið, sjálfan konudaginn, fer fram lítið UFC kvöld í Brasilíu. Upphaflega áttu Rashad Evans og Glover Teixeira að mætast í aðalbardaga kvöldsins en meiðsli komu því miður í veg fyrir það. Þess í stað munu gamlar hetjur í þungavigt stytta okkur stundir og það er aldrei að vita nema það séu einhverjar fleiri ástæður til horfa á kvöldið. Förum yfir ástæðurnar. Continue Reading