Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 61: Mir vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 61: Mir vs. Silva

Mir_Big_Foot

Á sunnudagskvöldið, sjálfan konudaginn, fer fram lítið UFC kvöld í Brasilíu. Upphaflega áttu Rashad Evans og Glover Teixeira að mætast í aðalbardaga kvöldsins en meiðsli komu því miður í veg fyrir það. Þess í stað munu gamlar hetjur í þungavigt stytta okkur stundir og það er aldrei að vita nema það séu einhverjar fleiri ástæður til horfa á kvöldið. Förum yfir ástæðurnar. 

  • Til að sjá hver á meira eftir? Antônio Silva og Frank Mir eru báðir af gamla skólanum. Þeir eru samanlagt búnir að berjast í um 24 ár og hafa báðir átt litríka ferla. Antônio Silva hefur sigrað Fedor Emelianenko, rotað Alistair Overeem og átt ógleymanlegt stríð gegn Mark Hunt. Frank Mir handleggsbraut Tim Sylvia, sigraði Brock Lesnar á innan við tveimur mínútum og (aftur) handleggsbraut Antônio Rodrigo Nogueira. Báðir þessir kappar mega muna sinn fífil fegurri og þurfa á sigri að halda ætli þeir að berjast áfram. Þessi bardagi ætti því að segja okkur hver heldur áfram og hver ætti að leita sér að öðru starfi.
  • barboza johnsonMikilvægur bardagi í léttvigt: Edson Barboza og Michael Johnson eru báðir á mikilli siglingu og báðir hafa miklu að tapa. Edson Barboza er núna skráður númer sex á styrkleikalista UFC og þarf að halda stöðu sinni og bæta við sigrum. Michael Johnson er neðar á listanum, eða númer tólf, og hefur sigrað þrjá bardaga í röð. Þessi bardagi er stórt tækifæri fyrir hann til að sýna að hann eigi heima í topp tíu. Fyrir utan allt ofangreint ætti þetta að verða skemmtilegur bardagi, ekki síst út af stórkostlegum spörkum Edson Barboza sem geta gert út af við andstæðinginn með augnabliks fyrirvara.
  • Tveir efnilegir mætast í veltivigt: Bandaríkjamaðurinn Sean Strickland, sem er ósigraður í 15 bardögum, mætir Santiago Ponzinibbio (21-2) frá Brasilíu í spennandi bardaga. Bardaginn mun segja okkur talsvert um báða menn og hvort annar sé tilbúinn að taka skrefið upp á við. Báðir eru rotarar svo það er ekki ólíklegt að annar liggi á striganum áður en bjallan gellur.
  • Rússi gegn Brassa: Í léttvigt verður svo áhugaverður bardagi á milli tveggja ólíkra en hæfileikaríkra kappa. Rússinn Rustam Khabilov berst við Adriano Martins frá Brasilíu. Hér mætist sambo og jiu-jitsu sem er skemmtileg blanda. Báðir hafa sigrað tvo bardaga í UFC en tapað einum fyrir topp tíu andstæðingi (Khabilov fyrir Ben Henderson og Martins fyrir Donald Cerrone). Hér fá þeir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og hver veit nema Rustam Khabilov komi með eitthvað óvænt eins og þetta hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 aðfaranótt mánudags en fyrsti bardagi kvöldsins hefst á Fight Pass kl 22 á sunnudagskvöldið.

khabilov
Suplex frá Rustam Khabilov
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular