spot_img
Monday, April 28, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanÞáttur 124: UFC, Mjölnir í Skotlandi & Bikarmótið

Þáttur 124: UFC, Mjölnir í Skotlandi & Bikarmótið

Fimmta Lotan gaf út sinn vikulega þátt í gær(miðvikudag) og var svo sannarlega af nógu að taka. UFC Saudi var gert upp og hitað var upp fyrir UFC 312 þar sem Dricus Du Plessis og Sean Strickland mætast. En það er auðvitað bara aukaatriði þegar jafn spennandi hlutir eru að gerast í íslensku senunni eins og eru í gangi akkúrat núna.

Næstu helgi, laugardaginn 8. febrúar, verður bæði 2. umferð Vorbikarmóts Hnefaleikasambandsins haldin í húsakynnum HFH og 4 MMA bardagamenn frá Mjölni verða að berjast í Skotlandi á Goliath Fight Series. Viktor Gunnarsson berst uppá bantamvigtartitil GFS og hefur hann tekið stefnuna á atvinnumannaferil eftir þennan bardaga.

Fimmta Lotan og MMA Fréttir verða með fulltrúa á báðum vígstöðum en Heiðar Ingi hélt út til Skotlands með Mjölnisliðinu og haldið verður áhorfspartý í Mini Garðinum yfir Goliath Fight Series sem hefst kl 17:00

Fimmta Lotan fer að sjálfsögðu yfir þetta allt og margt annað í þætti vikunnar:

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið