Þriðjudagsglíman að þessu sinni er “sparr” á milli Guilherme “Gui” Mendes og Gianni Grippo. Gui er litli bróðir Rafa Mendes, en þeir eru af mörgum taldir einhverjir allra bestu glímukappar dagsins í dag. Gui hefur sigrað heimsmeistaramótið þrjú ár í röð í sínum þyngdarflokki og sigraði einnig Pan Ams mótið í ár í sínum þyngdarflokki, -64kg.
Gianni Grippo er brúnbeltingur sem æfir hjá Marcelo Garcia og hefur náð þeim merka árangri að verða heimsmeistari í öllum beltaflokkum, frá hvítu uppí brúnt. Hann sigraði nú síðast í brúnbeltingaflokknum í júní á þessu ári.
Þó þetta sé einungis “sparr” er augljóst að Gui hefur nokkra yfirburði. Sjá má flesta þá hluti sem Mendes bræðurnir hafa orðið frægir fyrir og margir telja vera framtíð Jiu Jitsu, þ.e. De La Riva guard, berimbolo sweep og öfluga stjórn á toppnum, sérstaklega í “side control”. Gui nær einnig vel heppnaðri fellu á mínútu 4.20, þar sem hann þykist ætla að draga Grippo í “guard” en breytir síðan í “ankle pick” þegar Grippo stígur fram og nær fellunni. Hafa ber í huga að Grippo er einna þekktastur fyrir gott “guard” og því er magnað að sjá hvað Gui leikur sér að því að komast framhjá því í glímunni.