spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 208 úrslit

UFC 208 úrslit

UFC 208 fór fram fyrr í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie börðust um fjaðurvigtartitil kvenna. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var engin stórkostleg skemmtun en níu af tíu bardögum kvöldsins fóru allar loturnar. Það var bara Ronaldo ‘Jacare’ Souza sem tókst að klára bardaga sinn.

Germain de Randamie er fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna eftir sigur á Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Að mati allra dómaranna vann de Randamie þrjár lotur en Holm tvær.

Réttilega hefði mátt taka stig af Germaine de Randamie eftir að hún kýldi Holm tvisvar eftir að lotan kláraðist. Dómarinn var of seinn að stíga inn en sleppti de Randamie með viðvörun. Hefði hún fengið eitt mínusstig hefði það breytt bardaganum að miklu leyti. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Germaine de Randamie sigraði Holly Holm eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 48-47).
Millivigt: Anderson Silva sigraði Derek Brunson  eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Ronaldo Souza sigraði Tim Boetsch með uppgjafartaki (kimura) eftir 3:41 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Jared Cannonier eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Jim Miller eftir meirihluta dómaraákvörðun (28-28, 30-27, 29-28)

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Randy Brown eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Wilson Reis sigraði Ulka Sasaki eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Nik Lentz eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Rick Glenn sigraði Phillipe Nover  eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 29-28).

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Ryan LaFlare  sigraði Roan Carneiro eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular