spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 216 úrslit

UFC 216 úrslit

UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Tony Ferguson sigraði Kevin Lee með „triangle“ hengingu í 3. lotu. Kevin Lee byrjaði bardagann afar vel og vann 1. lotuna. Ferguson vann sig inn í bardagann á meðan Lee fjaraði út. Ferguson er nú bráðabirgðarmeistarinn í léttvigt og skoraði á Conor McGregor að verja titilinn sinn.

Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna er hann kláraði Ray Borg í 5. lotu. Johnson kastaði Borg í loftið en á leiðinni niður stökk hann í armlás og kláraði. Eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins og Johnson nú búinn að bæta met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC.

Fabricio Werdum átti að mæta Derrick Lewis en Lewis meiddist í morgun og gat ekki barist. Walt Harris kom í hans stað með aðeins þriggja klukkustunda fyrirvara en Werdum kláraði hann með armlás eftir rúma mínútu. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bráðabirgðartitilbardagi í léttvigt: Tony Ferguson sigraði Kevin Lee með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 4:02 í 3. lotu.
Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson sigraði Ray Borg með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:15 í 5. lotu.
Þungavigt: Fabrício Werdum sigraði Walt Harris með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:05 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Mara Romero Borella sigraði Kalindra Faria með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:54 í 1. lotu.
Léttvigt: Beneil Dariush og Evan Dunham gerðu jafntefli (29-28, 28-28, 28-28).

FX upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Cody Stamann sigraði Tom Duquesnoy eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 30-27).
Léttvigt: Lando Vannata og Bobby Green gerðu jafntefli (29-27, 27-29, 28-28).
Strávigt kvenna: Poliana Botelho sigraði Pearl Gonzalez eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt: Matt Schnell sigraði Marco Beltrán eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 30-27).

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: John Moraga sigraði Magomed Bibulatov með rothöggi eftir 1:38 í 1. lotu.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Thales Leites eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-26, 30-26).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular