spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 310: Asakura fær titilbardaga í frumraun sinni

UFC 310: Asakura fær titilbardaga í frumraun sinni

Um helgina var tilkynnt um aðalbardagana á síðasta UFC pay-per-view viðburði ársins sem haldinn verður í T-Mobile Arena í Las Vegas. Það gerist ekki oft að bardagamaður fá titilbardaga í frumraun sinni en það gerist á UFC 310 í fyrsta skipti síðan Ronda Rousey kom inn í UFC í febrúar 2013.

Í aðalbardaga UFC 310 mun Belal Muhammad reyna að verja veltivigtartitill sinn í fyrsta skipti gegn hinum ósigraða (18-0) Shavkat Rahkmonov sem margir hafa spáð sem framtíðarmeistara alveg frá því hann kom inn í UFC í október 2020. Belal vann beltið 27. júlí á þessu ári þegar hann sigraði Leon Edwards með sannfærandi hætti en hann hefur gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum.

Í co-main event bardaganum fær fluguvigtarmeistarinn Alexandre Pantoja það verkefni að taka á móti nýliðanum Kai Asakura sem stígur beint inní titilbardaga fyrir frumraun sína í UFC. Asakura, sem er 21-4 sem atvinnumaður, kemur úr Rizin þar sem hann hefur unnið 13 af 16 bardögum sínum síðan 2017. Asakura var bantamvigtarmeistari í Rizin en færir sig nú niður í fluguvigt fyrir titilbardagann gegn Pantoja. Asakura stekkur framfyrir ýmsa menn í röðinni og eitthvað hefur heyrst í gangrýnisröddum. Brandon Royval situr sem fastast í fyrsta sæti yfir titiláskorendur en hann átti mögulega einn af bardögum ársins gegn Tatsuro Taira sl. laugardag sem hann sigraði á klofinni ákvörðun. Royval á flesta sigra í deildinni gegn mönnum á Top 15 listanum auk þess sem hann fór allar 5 loturnar gegn Pantoja í desember í fyrra. Brandon Moreno og Amir Albazi, sem er enn ósigraður, koma þar á eftir en þeir eru skráðir í bardaga gegn hvor öðrum 2. nóvember. Kai Kara France er nýbúinn að rota Steve Erceg sem fór 5 keppnissamar lotur gegn Pantoja þar áður og mörgum þótt eiga skilið annað titiltækifæri. Frammistaða hans í síðustu tveimur bardögum hefur sýnt að hann á heima í toppbaráttunni en hann var óheppinn að klofin ákvörðun féll ekki með honum gegn Amir Albazi í júní í fyrra.

Aðrir eftirtektarverðir bardagar á viðburðinum eru endurkoma Cyril Gane gegn Alexander Volkov og viðureign Movsar Evloev og Aljamain Sterling. Nick Diaz snýr aftur eftir rúmlega þriggja ára fjarveru til þess að opna aðal kortið en síðasti bardagi hans þar á undan var í janúar 2015. Það verður áhugavert að sjá hvort Nick Diaz eigi eitthvað eftir en hann er á leiðinni í erfiðan bardaga gegn Vicente Luque.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular