spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC eignaðist nýja stjörnu í nótt!

UFC eignaðist nýja stjörnu í nótt!

Til hamingju allir UFC aðdáendur, í dag er góður dagur. Michael “Venom” Page er mættur og hann er ógeðslega skemmtilegur! Michael Page vann einróma dómara ákvörðun gegn Kevin Holland og gerði það með stíl!

Við fengum loksins að sjá hvað býr í Michael Page. Hann byrjaði strax að sýna flotta Karate takta með “hliðar stöðu”, létt skopp í fótunum, var lágt niðri með hendurnar og sýndi frábæra fjarlægðastjórnun. Kevin Holland þurfti alla fyrstu lotu til að átta sig á Michael Page sem lenti hægri hendi yfir öxlina hans Holland þokkalega vel nokkrum sinnum og meiddi Holland sjáanlega. Hann lauk svo lotunni með flottum spinning elnow á loka sekúndunni.

Holland byrjaði svo aðra lotu á að pressa meira á Michael Page og reyndi að gera bardagann ljótari en hann var áður. Miðað við þessa frammistöðu má segja að Page þrífist best í snyrtilegum og tæknilegum kickbox bardaga. En Holland reyndi að gera bardagann allt annað en það. Það virkaði ekkert rosalega vel og tókst Holland ekki að koma Page í slæma stöðu.

Það var vitað fyrir bardagann að þeir væru báðir miklir skemmtikraftar og það bar á því í lok þriðju lotu. Michael Page veit hvenær hann á að brjóta upp einbeitinguna og byrja að skemmta salnum, það er þegar hann er búinn að slá niður andstæðinginn sinn og er að bíða eftir að hann standi upp aftur. Það er fullkominn tími til að dansa slow motion vélmenna dans. 

Heilt yfir má segja að Micheal hafi unnið bardagann sannfærandi, en Kevin Holland virtist aldrei líklegur til þess að taka yfir bardagann eða rota Michael Page með einu höggi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular