Skemmtilegt UFC bardagakvöld fór fram í Kansas í nótt þar sem Demetrious Johnson og Wilson Reis mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Demetrious Johnson jafnaði met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Johnson kláraði svartbeltinginn Wilson Reis með armlás í 3. lotu. Enn ein magnaða frammistaðan hjá Johnson en hann hefur nú varið fluguvigtartitilinn tíu sinnum og heldur áfram að sýna gríðarlega yfirburði.
Rose Namajunas átti einnig magnaða frammistöðu er hún kláraði Michelle Waterson með „rear naked choke“ í 2. lotu. Namajunas sparkaði Waterson niður með hásparki áður en hún læsti hengingunni.
Robert Whittaker átti sannkallaða stjörnuframmistöðu er hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi. Whittaker var afar yfirvegaður og þolinmóður og sýndi sína bestu frammistöðu á ferlinum.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Fluguvigt: Demetrious Johnson sigraði Wilson Reis með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:49 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Michelle Waterson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:47 í 2. lotu.
Millivigt: Robert Whittaker sigraði Ronaldo Souza með tæknilegu rothöggi eftir 3:28 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Renato Moicano sigraði Jeremy Stephens eftir klofna dómaraákvörðun.
Fox upphitunarbardagar
Þungavigt: Alexander Volkov sigraði Roy Nelson eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Tom Duquesnoy sigraði Patrick Williams með tæknilegu rothöggi eftir 28 sekúndur í 2. lotu.
Léttvigt: Rashid Magomedov sigraði Bobby Green eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Tim Elliott sigraði Louis Smolka eftir dómaraákvörðun.
UFC Fight Pass upphitunarbardagar
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Augusto Mendes eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Jake Collier eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Anthony Smith sigraði Andrew Sanchez með rothöggi eftir 3:52 í 3. lotu.
Veltivigt: Zak Cummings sigraði Nathan Coy með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:21 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira sigraði Ashlee Evans-Smith eftir dómaraákvörðun.