spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Glasgow: Fyrstu tveir bardagar kvöldsins

UFC Glasgow: Fyrstu tveir bardagar kvöldsins

Fyrstu tveimur bardögum kvöldsins er lokið. Leslie Smith náði sigri í frábærum bardaga og Brett Johns var mjög öruggur gegn Albert Morales.

Í fyrsta bardaga kvöldsins mættust þær Amanda Lemos og Leslie Smith í bantmvigt kvenna. Amanda Lemos byrjaði vel og hitti vel í kyrrstæða hausinn á Leslie Smith. Lemos reyndi hringspark en féll niður og komst Leslie ofan en náði ekki að halda henni lengi niðri. Lemos leit mjög vel út í fyrstu lotu, hraðari og bara betri standandi.

Smith pressaði vel en Lemos hitti mun meira. Hún var að hitta vel með lágspörkum og náði fellu í lok lotunnar en var farinn að þreytast aðeins.

Í 2. lotu var Lemos áfram að raða inn höggunum og var að hitta mun meira en Leslie Smith. Hún var að meiða hana með lágspörkunum en Smith náði að komast til baka í bardagann. Leslie þjarmaði að Lemos og refsaði henni með hnjáspörkum í „clinchinu“. Þarna var Amanda alveg búin á því og átti ekki mikið eftir. Leslie hélt áfram að þjarma að henni þar til dómarinn var búinn að sjá nóg og stoppaði bardagann. Frábær fyrsti bardagi kvöldsins.

Í öðrum bardaga kvöldsins mættust þeir Brett Johns og Albert Morales. Johns er Veilsverji og fékk góðar móttökur hjá áhorfendum. Þeir Johns og Morales skiptust aðeins á höggum í byrjun hverrar lotur en alltaf náði Johns fellunni. Þar stjórnaði hann Morales út lotuna og var Morales aldrei nálægt því að standa upp. Einu skiptin sem hann náði að standa upp var þegar lotan kláraðist.

Johns reyndi „arm-triangle“ hengingu í 3. lotu en Morales varðist vel. Bardaginn var nokkuð einhliða og vann Johns allar þrjár loturnar. Einn dómarann skoraði þetta 30-25 en hinir tveir 30-27. Johns hrósaði Morales eftir bardagann þar sem sá síðarnefndi tók bardagann með aðeins tveggja vikna fyrirvara.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular