Paul Felder sigraði Stevie Ray með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Aftur var þaggað í Skotunum á þeirra heimavelli.
Skotinn Stevie Ray fékk geggjaðar móttökur í Skotlandi er hann gekk í búrið undir skosku sekkjapípulagi. Á sama tíma var auðvitað baulað á írska drekann Paul Felder.
Bardaginn byrjaði fremur rólega og voru þeir í mikilli „clinch“ baráttu. Stemningin var hins vegar frábær og sungu Skotarnir hátt og snjallt á meðan þeir glímdu við búrið.
Felder náði að koma sér frá Ray í augnablik og raðaði inn hnésparki beint í höfuðið á Ray. Hann fylgdi því eftir í gólfinu en Ray virtist hafa jafnað sig ágætlega. Felder náði hins vegar að klára Ray með olnbogum og kláraði Ray með tæknilegu rothöggi. Það var strax baulað á Felder en hann hneigði sig bara. Felder hrósaði skosku áhorfendunum síðan í viðtalinu eftir bardagann.
Það gengur ekki alveg nægilega vel hjá Skotunum í Glasgow. Tveir hafa tapað þrátt fyrr frábæran stuðning. Þeir fengu þó sigur hjá Danny Henry en vonandi.