Í aðalbardaga kvöldsins áttust við Renato Moicano og heimamaðurinn Benoit Saint Denis. Saint Denis hefur verið einn mest spennandi bardagamaður innan UFC í nokkur ár og þurfti að stíga upp eftir tap gegn Dustin Poirier. Renato Moicano hefur verið á mikilli siglingu og var ljóst áður en bardaginn fór fram að sigurvegarinn úr þessum bardaga væri kominn mjög nálægt titilbardaga. Það var því til mikils að vinna en það tók Moicano 15 sekúndur að ná gullfallegri fellu á Saint Denis og stjórnaði Moicano honum Saint Denis í gólfinu lengst af í fyrstu lotu, vídeo af fellunni er hér að neðan. Moicano náði ekki aðeins að stjórna Saint Denis í gólfinu alla lotuna heldur ringdi hann inn höggum bæði með hnefum og olnbogum og var Saint Denis vart þekkjanlegur eftir lotuna.
Bæði augun á Saint Denis voru mjög illa farin og var hægra augað á honum með ljóta skurði og svo bólgið að það var nánast alveg lokað. Í annarri lotu náði Saint Denis að stöðva fellutilraunir Moicano og báðir menn hittu eitthvað en það sást vel að Saint Denis var ekki nándar nærri því eins aggressívur og hann á að sér að vera, nokkuð ljóst að fyrsta lotan hefur tekið sinn toll. Milli annarrar og þriðju lotu kallaði dómarinn í lækni sem leit á Saint Denis og lagði fyrir hann létt sjónpróf sem hægra augað féll á og bardaginn stöðvaður. Saint Denis var mjög ósáttur og kannski skiljanlega það hafa menn barist eineigðir og honum gekk betur í annarri lotu en í fyrstu, líklegt að hann hafi unnið aðra lotuna meira að segja. Renato Moicano fær sigurinn með tæknilegu rothöggi og þar við sat, Moicano orðinn einn heitasti bardagamaður UFC í léttvigtinni og bað um Paddy Pimplett í viðtali eftir bardagann sem er gríðarlega spennandi bardagi.
Í næst síðasta bardaga kvöldsins áttust við Nassourdine Imavov og Brendan Allen. Í fyrstu lotunni tók Allen Imavov niður og gjörsamlega át hann í gólfinu. Imavov sá aldrei til sólar og var Control-tími Allen í fyrstu lotu um fjórar mínútur og fjörutíu og fimm sekúndur. Imavov algjörlega núllaður í fyrstu lotu og Allen náði inn einhverjum höggum líka. Það varð algjör viðsnúningur í annarri lotu Imavov náði að stöðva fellutilraunir Allen sem átti lítið í Imavov á fótum. Önnur og þriðja lotan voru keimlíkar en Allen sá aldrei möguleika, hreint ótrúlegt hvernig hann gjörsamlega átti fyrstu lotuna og átti eiginlega ekki séns hinar tvær. Imavov sigrar með sanngjarnri einróma dómaraákvörðun.
Í öðrum bardaga á aðalkorti kvöldsins sigraði heimamaðurinn William Gomis gegn Joanderson Brito með klofinni dómaraákvörðun. Þetta var jafn bardagi og alveg spurning hvort Brito hafi hreinlega ekki verið betri, smá lykt af heimadómi í þessum bardaga.
Bryan Battle sigraði Kevin Jousset með tæknilegu rothöggi en bardaginn var stöðvaður í annarri lotu. Eftir bardagann gekk Battle um hringinn og sendi frönskum stuðningsmönnum miðfingurinn og sagðist elska að láta baula á sig en áhorfendur voru háværir og studdu vel við bakið á heimamönnum.
Morgan Charriere stöðvaði Gabriel Miranda í annarri lotu sterk góð frammistaða hjá Charriere en Gabriel Miranda virtist hafa meiri áhuga á því að draga Charriere í guardið sitt frekar en að reyna að slá hann í höfuðið.
Farés Ziam kláraði Matt Frevola með glæsilegu röthöggi en frekari umfjöllun má finna í frétt mmafrétta um atvikið.