spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC molar: BJ Penn kominn með bardaga, Lineker vs. Dodson og Ben...

UFC molar: BJ Penn kominn með bardaga, Lineker vs. Dodson og Ben Rothwell meiðist

PennMeiðsli og nýjir bardagar er það sem kemur fram í UFC molunum.

B.J. Penn mætir Ricardo Lamas

Svo virðist sem næsti bardagi B.J. Penn sé nánast staðfestur. Penn mun mæta Ricardo Lamas í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Filippseyjum í október. Þetta verður annar bardagi Penn í fjaðurvigt en Penn átti að mæta Cole Miller fyrr á árinu en bardaginn var felldur niður. Penn braut reglur USADA eftir að hann fékk næringu í æð en slíkt er stanglega bannað af USADA.

UFC Portland fær geggjaða bardaga

UFC heimsækir Portland þann 1. október og munu þeir John Dodson og John Lineker berjast í aðalbardaga kvöldsins. Báðir eru þekktir fyrir að láta allt vaða og ætti þetta að vera virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið lítur ansi vel út eins og staðan er núna en þetta kvöld berst Will Brooks við Alex Oliveira og Sergio Pettis mætir Louis Smolka svo fátt eitt sé nefnt.

Ben Rothwell meiðist

Ben Rothwell átti að mæta Fabricio Werdum á UFC 203 í september. Rothwell hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla og kemur Travis Browne í hans stað. UFC 203 fer fram þann 10. september þar sem Stipe Miocic mun freista þess að verja titilinn sinn gegn Alistair Overeem.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular