spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC semja um 335 milljón dollara greiðslu vegna hópmálsóknar

UFC semja um 335 milljón dollara greiðslu vegna hópmálsóknar

TKO Holdings, móðurfyrirtæki UFC, hefur samið um að greiða málsækjendum 335 milljónir dollara vegna tveggja hópmálsókna á hendur þess vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins en upphaflega fóru málsækjendur fram á 1.6 milljarð dollara. Sátt náðist 13. mars sl. þegar rúmlega mánuður var í að réttarhöld myndu hefjast í Nevada fylki Bandaríkjanna. 

Málsækjendur héldu því fram að UFC væri m.a. ólöglegt einokunarfyrirtæki sem notaði samkeppnishamlandi vinnubrögð til að bæla niður laun bardagamanna og bregða fæti fyrir önnur bardagasamtök. Önnur málsóknanna innihélt 1200 bardagamenn sem kepptu undir merkjum UFC frá 16. desember 2010 til 30. júní 2017 og einnig frá 1. júlí 2017 til 2021

Bæði fulltrúar TKO Holdings og málsækjendur segjast ánægðir með niðurstöðuna og munu frekari upplýsingar vera birtar þegar sáttasamningarnir verða lagðir fyrir dómsvöldin eftir 45-60 daga.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular