UFC Apex lokaði vegna framkvæmda beint eftir að síðustu seríu af Dana White Contender Series lauk og sagt það yrði opnað aftur í nýrri mynd um mitt ár 2025. Dana White hefur sagt að UFC séu að fjárfesta í Apex-inu fyrir 20 milljónir dollara.
Dana White segir að von sé á stórum tilkynningum varðandi Apexið á næstu 6 mánuðum og koma muni í ljós hvað þeir eru að gera og af hverju.
We’re doing a $20 million expansion here. We’re gonna invest a lot of money in this place. And we got some pretty big announcements coming up in the next 6 months. So, it’ll all sort of make sense on what we’re doing and why we’re doing it.”
UFC Apex varð til vegna fjöldatakmarkanna í Kórónuveirufaraldrinum en hefur orðið að nokkurs konar hornsteini í viðburðahaldi UFC langt eftir að faraldrinum lauk. Apexið hefur hýst næstum 70% af Fight Night viðburðum UFC undanfarið og hafa verið uppi mismunandi skoðanir meðal manna að barist sé án almennilegs áhorfendafjölda. UFC ætla greinilega að bæta úr því og stækka leikvanginn töluvert með fjölgun sæta og þess háttar.