spot_img
Tuesday, January 14, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUmdeildur TKO sigur Kopylov

Umdeildur TKO sigur Kopylov

Chris Curtis og Roman Kopylov mættust í þriðja bardaga kvöldsins. Viðureignin var einstaklega skemmtileg að því leyti að báðir berjast southpaw og eru báðir óvanir að berjast gegn southpaw í UFC. Fyrsta lotan var hnífjöfn allan tímann og lentu báðir mjög þungu jabbi og sparki í fremri fót andstæðingsins. Einstaklega erfið lota til að dæma en undir lok lotunnar tók Kopylov einstaklega þunga andardrætti. Í raun svo þunga að hann blés út úr sér gómnum þegar 10 sekúndur voru eftir.

Í byrjun annarrar lotu opnaðist skurður fyrir ofan hægra augað hans Kopylov og virtist Curtis vera búinn að vaxa aldeilis vel inn í bardagann. Þegar tvær mínútur voru liðnar lenti Kopylov pungsparki á Curtis sem tók sér þó ekki langan tíma til að jafna sig, enda vildi hann líklega ekki gefa Kopylov of mikinn tíma til að hvíla sig. Einni mínútu seinna fékk Curtis fingur í hægra augað sem kallaði á annað hlé á bardaganum. Aftur vildi Curtis ekki taka langa pásu og fékk Kopylov viðvörun.Þyngstu högg lotunnar komu hins vegar frá Kopylov sem lenti tveimur mjög þungum vinstri krókum á Curtis sem var mögulega blindaður að einhverju leyti eftir augnpotið.

Í þriðju lotu virtist Kopylov hafa fengið vind í seglin og byrjaði að kickboxa eins og það væri fyrsta mínúta í bardaganum. Hann byrjaði að blanda saman höggunum sínum betur og refsaði Curtis með þungum spörkum í fremri fótinn. Þegar ein og hálf mínúta var eftir í fyrstu lotu tókst Kopylov að taka Curtis í gólfið jafn auðveldlega og að hella vatni í glas. Curtis stóð fljótt og hélt þessi frábæri bardagi áfram. Þegar 3 sekúndur voru eftir af bardaganum lenti Kopylov svakalegu höfuðsparki sem varð til þess að Curtis missti undan sér fæturnar og datt í gólfið. Kopylov horfði á Curtis og gekk í burtu og þegar Curtis er að standa upp ákveður dómarinn að dæma TKO sigur til Kopylov og var þá 1 sekúnda eftir á klukkunni. Curtis var vægast sagt mjög ósáttur með dómarann!

Staðan í bardaganum var 1 – 1 komandi inn í þriðju lotu!

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið