spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Felder vs. Dos Anjos

Úrslit UFC Fight Night: Felder vs. Dos Anjos

UFC var með ágætis bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Rafael dos Anjos og Paul Felder.

Paul Felder kom inn í bardagann með aðeins fimm daga fyrirvara. Bardaginn var fínasta skemmtun en dos Anjos var verðskuldaður sigurvegari. Hann stjórnaði bardaganum með fellum upp við búrið og átti nokkur góð högg standandi. Felder ógnaði standandi og lenti fínum höggum líka en dos Anjos var betri maðurinn í kvöld.

Eftir sigurinn vill dos Anjos fá stóran bardaga næst en þetta var fyrsti bardagi hans í léttvigt í fimm ár. Paul Felder segist ætla að halda áfram að berjast en hann hefur íhugað að leggja hanskana á hilluna.

Þrír bardagar féllu niður í dag og í gær eftir erfiðleika með niðurskurðinn hjá þeim Eryk Anders, Louis Smolka og Saparbeg Safarov. Felder lét þá heyra það í viðtalinu eftir bardagann en hann náði vigt þrátt fyrir að koma inn með mjög skömmum fyrirvara.

Khaos Williams náði rosalegu rothöggi eftir aðeins 30 sekúndur í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Hann hefur því unnið fyrstu tvo bardaga sína í UFC báða með rothöggi á fyrstu mínútu bardagans en í frumrauninni kláraði hann bardagann eftir 27 sekúndur.

Aðalhluti bardagakvöldisns:

Léttvigt: Rafael dos Anjos sigraði Paul Felder eftir klofna dómaraákvörðun (47-48, 50-45, 50-45).
Hentivigt (172,5 pund): Khaos Williams sigraði Abdul Razak Alhassan með rothöggi (punch) eftir 30 sekúndur í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Ashley Yoder sigraði Miranda Granger eftir dómaraákvörðun (30-26, 29-27, 29-27).
Hentivigt (195 pund): Sean Strickland sigraði Brendan Allen með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:32 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Cory McKenna sigraði Kay Hansen eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Kanako Murata sigraði Randa Markos eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Tony Gravely sigraði Geraldo de Freitas eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alex Morono sigraði Rhys McKee eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Don’Tale Mayes sigraði Roque Martinez eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular