Valentina Shevchenko og Alexa Grasso mættust í næst síðasta bardaga kvöldsins. Þetta er í þriðja skipti sem Shevchenko og Grasso og verður skráð í sögubækurnar sem hin fullkomna þrenna. Alexa Grasso vann fyrstu viðureignina eins og frægt er, önnur viðureignin endaði með jafntefli og núna tókst Shevchenko að sigra þá þriðju.
Shevchenko og Grasso voru þjálfarar í síðustu seríu af The Ultimate Fighter og hefur þeirri seríu nú lokið almennilega.
Shevchenko kom inn í bardagann með greinilegt upplegg, þ.e. að taka Grasso niður og sigra hana í gólfinu. Grasso átti líklega hættulegri tilburði í gólfinu en Shevchenko vann bardagann á þolinmæði, vinnu, tækni og staðfestu. Í rauninni er erfitt að benda á eitt ákveðið atriði til að setja í Highlights, þetta var sannkallaður iðnaðarsigur hjá Shevchenko sem sigldi sigrinum örugglega heim.
Grasso – Hail Mary Guillotine