Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxValgerður stígur inn í hringinn 20. september

Valgerður stígur inn í hringinn 20. september

Það stefnir allt í að september verði rosalegur bardagamánuður hjá okkur Íslendingum. Kolbeinn Kristinsson mun berjast í Finnlandi 3. sept, strákarnir í Reykjavík MMA mæta til Doncaster 7. sept og svo hefur núna verið staðfest að Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast í Írlandi 20. september.

Valgerður mun mæta heimakonunni Shauna O’Keeffe (2 – 0) í 3 Arena leikvanginum í Dublin. Bardagakvöldinu mun vera streymt beint á UFC Fight Pass. Dana White tilkynnti á Instagram um aðalbardaga kvöldsins, sjá hér:

Valgerður átti hrikalega flotta frammistöðu gegn Jordan Dobie í Kanada í maí fyrr á árinu. Valgerður tapaði þá á klofinni dómaraákvörðun en menn voru alls ekki sammála dómurunum og vildu sumir meina að Valgerður hefði verið rænd sigrinum.

Það má búast við að Valgerður mæti hungruð til leiks og ætli sér að sækja sigurinn. Hún er með sterkt lið á bak við sig og hefur sjálf lagt allt í sölurnar til að ná eins langt og hún getur í hnefaleikum.

Að öllum líkindum mun Valgerður þurfa að eiga aðra eins frammistöðu og hún átti í Kanada og gott betur. Við höfum lært af biturri reynslu að erfitt getur verið að fara út í víking og ætla að leggja vinsæla og ósigraða heimakonu að velli.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular