spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2013

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í desember 2013

Það er fyrst og fremst eitt sem kemst að í huga MMA aðdáenda í desember og það hefur ekkert með jólin að gera. Þegar Chris Weidman rotaði Anderson Silva 6. júlí á þessu ári rotaði hann líka MMA aðdáendur. Hann rotaði þá svo illa að þeir trúðu ekki því sem hafði gerst og heimtuðu „rematch“. Nú rétt fyrir áramót fáum við þann bardaga og spurningum um hvort þetta hafi verið heppni og hvort Weidman sé verðskuldaður meistari verður svarað.

Leben

10. UFC 168 – 28. desember, Uriah Hall vs. Chris Leben (millivigt)

Það hefði verið hægt að velja nánast hvaða bardaga sem er af UFC on Fox 9 kvöldinu (hafið þið litið yfir listann!?) en ég ákvað að velja þennan af UFC 168. Það eru kannski ekki margir að deyja úr spenningi yfir þessum bardaga en hann er mjög áhugaverður að mati höfunandar. Leben kom úr fyrstu seríu af The Ultimate Fighter og er þekktur fyrir villtan stíl, harða höku, þungar hendur og mikinn bardagavilja. Hall kom úr seríu 17 en eins og flestir muna átti hann að vera bjartasta vonin í millivigt og framtíðar stjarna. Hann rotaði mann og annan í sjónvarpsþáttunum en hefur ekki fylgt því eftir í UFC.

Spá: Báðir menn eru sennilega á síðasta séns og verða að vinna. Það eru ekki stílarnir sem eru áhugaverðir en ég held að Leben muni kalla það besta fram í Hall. Þetta gæti verið síðasti bardagi Leben í UFC ef hann tapar.

UFC on FUEL TV: Struve v Hunt

9. UFC Fight Night 33 – 7. desember, Mark Hunt vs. Antonio Silva (þungavigt)

Þetta er skrítinn bardagi en hann gæti orðið mjög skemmtilegur. Hunt lítur út eins og dvergur við hliðina á „Bigfoot“ Silva sem lítur út eins og steinaldarmaður. Stílarnir eru líka mjög ólíkir. Hunt er „kickboxer“ á meðan Silva er með svarta beltið í jiu jitsu. Silva mun samt sennilega reyna að halda Hunt frá sér og ná inn höggum. Ef það klikkar mun hann reyna að taka hann niður í gólfið.

Spá: Þetta er snúið. Hausinn segir Silva af því að hann er stærri og betri á gólfinu. Hann gæti lúbarið Hunt eins og hann gerði við Fedor. Hjartað segir hins vegar Hunt. Það er erfitt að gleyma hvernig Daniel Cormier og Cain Velasquez rotuðu Silva og mun Hunt gera það sama hér.

poirer

8. UFC 168 – 28. desember, Dustin Poirier vs. Diego Brandao (fjaðurvigt)

Hér er á ferðinni stórkostlegur bardagi sem ekki margir eru að tala um. Þessir tveir eru framtíðar stjörnur og þessi bardagi gæti sagt okkur hvor þeirra getur orðið framtíðar meistari. Þeir virka nokkuð jafnir, báðir alhliða góðir en þó eru stílarnir mjög ólíkir. Brandao er höggþyngri en veikleiki hans virðist vera að hann sprengir sig í fystu lotu. Ef Poirier getur lifað af fyrstu þrjár mínúturnar á hann góða möguleika á að naga Brandao niður.

Spá: Þetta verður tæpt en Poirer rétt svo lifir af fyrstu lotuna, þreytir Brandao og sigrar með uppgjafartaki í þriðju lotu.

Shogun-Rua

7. UFC Fight Night 33 – 7. desember, Maurício Rua vs. James Te Huna (létt þungavigt)

Rua er goðsögn en hann er farinn að dala. Hann getur ennþá barist eins og ljón og unnið flesta af þeim bestu í hans þyngdarflokki. Hann hefur tapað fjórum af síðustu sex bardögum en það er alltaf spennandi að sjá Rua keppa. James Te Huna er efnilegur. Hann hefur unnið fjóra af sex bardögum sínum í UFC en tapað þeim stærstu á móti Alexander Gustafsson og Glover Teixeira.

Spá: Á pappír má segja að Shogun Rua sé búinn og Te Huna ætti að taka þetta sem ungi hungraði bardagamaðurinn. Shogun mun hins vegar rota Te Huna og valda áströlskum aðdáendum í Queensland í Ástralíu miklu hugarangri.

UFC 130: McDonald vs. Cariaso

6. UFC on Fox 9 – 14. desember, Urijah Faber vs. Michael McDonald (bantamvigt)

Þetta er sjúkur bardagi á milli tveggja kynslóða. Faber er gamli reynsluboltinn en hann er ennþá ferskur og er að vinna flesta bardagana sína. McDonald er á hraðri uppleið. Hann rotaði Miguel Torres og kláraði Brad Picket með „triangle“ uppgjafartaki. Faber er búinn að vinna þrjá bardaga í röð en síðasta tap beggja er fyrir sama manni, Renan Barão, en það er engin skömm af því. Faber og McDonald eru tveir af þeim bestu í heiminum og þessi bardagi verður truflaður.

Spá: Oftast vinnur Faber alla bardaga sem eru ekki titil bardagar. McDonald er hins vegar mikið efni. Þetta verður mjög jafn bardagi en McDonald tekur þetta á stigum.

Browne

5. UFC 168 – 28. desember, Josh Barnett vs. Travis Browne (þungavigt)             

Barnett er frábær týpa og hefur sýnt að hann á nóg eftir. Hann varð UFC meistari í þungavigt í UFC 36 (árið 2002) þegar hann rotaði Randy Couture. Reyndar missti hann beltið eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en það er önnur saga. Síðan þá hefur hann barist við marga af þeim bestu í heiminum og nú síðast sigraði hann Frank Mir í ágúst. Browne er með efnilegri bardagamönnum í þungavigt en hefur hikstað á leið sinni á toppinn, þ.e. þegar hann mætti „Bigfoot“ Silva og þegar Overeem var næstum búinn að rota hann. Hann kom hins vegar til baka og rotaði Overeem sem sagði manni ansi mikið um Browne.

Spá: Þetta er erfitt. Barnett er hrikalega öflugur en yngri og stærri maðurinn tekur þetta. Browne sigrar á stigum.

benavidez_johnson

4. UFC on Fox 9 – 14. desember, Demetrious Johnson vs. Joseph Benavidez 2 (fluguvigt)
Þessir tveir börðust í september á síðasta ári í sögulegum bardaga, þ.e. í bardaga sem skar úr um hver yrði fyrsti UFC meistarinn í fluguvigt. Johnson sigraði verðskuldað á stigum en hann mætti með frábæra bardagaáætlun. Bardaginn var hraður og skemmtilegur en Johnson var með betri gagnhögg og tímasetningar. Síðan þá hafa báðir unnið alla sína bardaga, Benevidez þrjá og Johnson tvo. Báðir hafa litið mjög vel út og virðast hafa orðið enn betri.

Spá: Þó svo að Benevidez sé búinn að bæta sig verður þessi bardagi endurtekning af þeim fyrsta. Johnson sigrar á stigum.

mattbrown

3. UFC on Fox 9 – 14. desember, Carlos Condit vs. Matt Brown (veltivigt)

Þessi bardagi er mjög mikilvægur í veltivigtinni. Matt Brown er búinn að vera á rosalegri siglingu. Á tímabili var næstum því búið að reka hann en nú hefur hann unnið sex bardaga í röð og fimm af þeim með rothöggi. Hann hefur barist við góða andstæðinga en ekkert í líkingu við Carlos Condit. Condit er fyrrverandi WEC meistari og „interim“ UFC meistari (þegar hann vann Nick Diaz…já hann vann). Þetta er mjög áhugaverður bardagi. Báðir eru árásagjarnir stríðsmenn sem eru alhliða góðir. Veikleiki beggja er glíman svo það má búast við Looney Tunes bardaga, þ.e. ský með hnefum og fótum.

Spá: Brown er búinn að standa sig ótrúlega vel undanfarið en Condit er einfaldlega of góður fyrir hann. Condit brýtur Brown niður og klárar hann á tæknilegu rothöggi í annarri lotu í skemmtilegum bardaga.

roysey

2. UFC 168 – 28. desember, Ronda Rousey vs. Miesha Tate 2 (bantamvigt)

Fyrsti bardaginn á milli þessara tveggja ofurkvenna var algjört stríð. Miesha sýndi að hún getur veitt Rondu harða samkeppni og ógnað henni alls staðar. Tate gat hinsvegar ekki stoppað bragðið sem Rousey nær öllum í („armbar“) og á endanum gafst hún upp eins og allar hinar. Þessar tvær eru ekki beint vinkonur en það gerir þennan bardaga meira spennandi. Þær eru búnar að byggja upp erjur í The Ultimate Fighter þáttunum og nú er komið að skuldadögum.

Spá: Tate er með mikla hæfileika og reynslu en Rousey mun sigra aftur með sama bragði og venjulega.

weidman

1. UFC 168 – 28. desember, Chris Weidman vs. Anderson Silva 2 (millivigt)

Á pappír er Weidman með fullkomin stíl til að sigra hinn 38 ára Anderson Silva. Weidman er á besta aldri (29) ára, með frábæra glímuhæfileika, bæði „wrestling“ og jiu jitsu. Hann er óhræddur, hungraður og ósigraður. Silva er hins vegar lifandi goðsögn. Hann var UFC meistari í millivigt frá 2006 til 2013 og hefur virkað ómennskur á köflum.

Spá: Helstu veikleikar Silva eru styrkleikar Weidman. Ég spáði Weidman sigri í fyrri bardaganum og geri það aftur núna. Silva á góða möguleika en Weidman mun draga hann í gólfið að þessu sinni, stjórna honum og jafnvel klára hann með uppgjafarbragði í þriðju lotu eða svo.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular