Þriðjudagsglíman að þessu sinni er æsispennandi viðureign þeirra Keenan Cornelius og James Puopolo. Þessi viðureign fór fram 23. nóvember síðastliðinn á FIVE Grappling móti í Anaheim, Kaliforníu. FIVE samtökin, sem voru stofnuð á þessu ári, halda mótaraðir um öll Bandaríkin og komast sigurvegarar hvers móts í úrslit sem haldin eru í lok árs. Á næsta ári er fyrirhugað að halda mót í 10 bandarískum borgum og síðan lokamót í nóvember.
Þeir sem vilja fylgjast með komandi viðburðum geta fylgst með á Facebook síðu FIVE Grappling hér.
(ATH: Glíman hefst á mínútu 3.15)
Latest posts by Guttormur Árni Ársælsson (see all)
- Fjórir bardagakappar frá RVK MMA stíga inn í búrið í kvöld - May 7, 2022
- Niðurskurðurinn hjá Khabib gengur vel - September 5, 2019
- UFC 241 úrslit - August 18, 2019