spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í júní 2015

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í júní 2015

Þá er maí mánuður að baki. Það sem stóð helst upp var UFC 187 sem gæti verið besta bardagakvöld ársins hingað til. Í júní er mikið um að vera, ekki síst endurkoma Cain Velasquez og það í Mexíkó.

UFC er með fjögur bardagakvöld í júní, WSOF er með nokkuð stóran viðburð með tveimur titilbardögum. Bellator lætur vita af sér með tveimur bardagakvöldum þar sem m.a. berjast Cheick Kongo og Alexander Volkov svo ekki sé minnst á bardagann sem enginn er að tala um Kimbo Slice gegn hinum 51 árs Ken Shamrock. Í UFC eru ýmsir áhugaverðir hlutir í gangi eins og frumraun Steve Bossé og erfitt próf fyrir Henry Cejudo en förum yfir það helsta.

boetsch henderson10. UFC Fight Night 68, 6. júní – Tim Boetsch gegn Dan Henderson (millivigt)

Þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins næstu helgi en það virðist öllum standa á sama. Það gæti tengst því að Dan Henderson hefur tapað fimm af síðustu sex bardögum og Tim Boetsch hefur tapað fjórum af síðustu sex. Þessi bardagi er því tækifæri til að komast aftur á beinu brautina með stórum sigri.

Spá: Erfitt að segja. Besta vopn Dan Henderson er þung hægri hendi en Tim Boetsch er með mjög sterka höku. Við spáum því að Tim Boetsch sigri á stigum fyrst og fremst út af betra úthaldi.

UFC-Fight-Night-68-Ben-Rothwell-vs-Matt-Mitrione9. UFC Fight Night 68, 6. júní – Ben Rothwell gegn Matt Mitrione (þungavigt)

Það er alltaf gaman þegar stóru kallarnir varpa sprengjum sínum í búrinu. Þessir tveir eru yfirleitt á bilinu 8-15 á styrkleikalista UFC en þeir eru oftast í skemmtilegum bardögum. Báðir eru risavaxnir og geta rotað með einu höggi. Matt Mitrione er hraðari og sennilega betri en honum tekst oft að tapa bardögum sem hann ætti í raun að vinna. Báðir menn eru nú á sigurbraut og freista þess að skríða upp styrkleikalistann. Hvorum tekst það?

Spá: Það getur allt gerst í þungavigt en Matt Mitrione ætti að sigra. Tæknilegt rothögg í annarri lotu.

gastelum marquardt8. UFC 188, 13. júní – Kelvin Gastelum gegn Nate Marquardt (millivigt)

Eftir að hafa mistekist að ná 170 pundum í tvígang var Kelvin Gastelum þvingaður upp í millivigt. Hans fyrsta verkefni er fyrrverandi Pancrase og Strikeforce meistari, Nate Marquardt. Nate Marquardt er 36 ára og með 49 bardaga á ferilskránni. Hann er kominn yfir sitt besta en er engu að síður mjög hættulegur fyrir Kelvin Gastelum sem var á hraðri uppleið í veltivigt.

Spá: Þetta verður slítandi viðureign en Kelvin Gastelum sigrar á spjöldum dómaranna eftir þrjár erfiðar lotur.

poirier-medeiros-300x3007. UFC Fight Night 68, 6. júní – Dustin Poirier gegn Yancy Medeiros (léttvigt)

Dustin Poirier vildi berjast fljótt aftur eftir sannfærandi sigur sinn á Carlos Diego Ferreira í apríl. Honum varð að ósk sinni og berst hér við lítið þekktan andstæðing frá Hawaii. Eftir fimm bardaga í UFC er í raun bara eitt alvöru tap á ferli Yancy Medeiros, þ.e. gegn Jim Miller. Enginn af þessum fimm fóru allar þrjár loturnar.

Spá: Þetta er bardagi sem Dustin Poirier ætti að sigra sannfærandi. Við segjum að hann geri það með rothöggi í fyrstu lotu.

pitbull weichel6. Bellator 138, 19. júní – Patrício Freire gegn Daniel Weichel (fjaðurvigt)

Patrício ‘Pitbull’ Freire ver hér titil sinn í fyrsta sinn gegn mjög góðum andstæðingi. Daniel Weichel er ekki mikið þekktur en hann hefur sigrað sjö bardaga í röð, síðast gegn Pat Curran. Hann er þýskur jiu-jitsu bardagakappi með 43 bardaga á bakinu þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur.

Spá: Patrício Freire er á mikilli siglingu, það er erfitt að spá á móti honum. ‘Pitbull’ sigrar eftir úrskurð dómara.

ericksilva-rick5 TUF Brazil 4 Finale, 27. júní – Erick Silva gegn Rick Story (veltivigt)

Rick Story er Íslendingum góðkunnur. Hér mætir hann hinum magnaða Erick Silva sem er aldrei í leiðinlegum bardaga. Hér mætast mjög ólíkir stílar en báðir þessir kappar hafa bætt sig mikið undanfarið svo erfitt er að spá um úrslitin.

Spá: Fyrsta lota verður stál í stál en Erick Silva nær uppgjafartaki í annarri og sigrar.

JJ4. UFC Fight Night 69, 20. júní – Joanna Jędrzejczyk gegn Jessica Penne (strávigt)

Joanna Jędrzejczyk ver hér titil sinn í fyrsta sinn um þremur mánuðum eftir sigur sinn á Carla Esparza í mars. Bardaginn var settur saman í flýti í byrjun maí þegar Alexander Gustafsson meiddist og gat ekki barist gegn Glover Teixeira. Jessica Penna er mjög reynd og með svart belti í brasilísku jiu-jitsu en spurningin er hvort hún komi meistaranum niður.

Spá: Joanna Jędrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn Carla Esparza, það lofar ekki góðu fyrir Jessica Penna. Joanna Jędrzejczyk mun útboxa hana og klára í þriðju lotu.

melendez alvarez3. UFC 188, 13. júní – Gilbert Melendez gegn Eddie Alvarez (léttvigt)

Fyrir nokkrum árum var þetta draumabardagi á milli Strikeforce og Bellator meistaranna. Í dag er þetta spennandi bardagi á milli tveggja topp 10 keppenda í UFC. Báðir þessir kappar berjast á svipaðan hátt, vilja fyrst og fremst standa og láta höggin flæða, sem nánast gulltryggir góðan bardaga. Gilbert Melendez ætti þó að vera betri á gólfinu en hann er svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu undir Cesar Gracie. Eddie Alvarez er þó með bakgrunn í ólympískri glímu sem gerir þessa viðureign mjög áhugaverða.

Spá: Þetta er mjög jafn bardagi en Gilbert Melendez mun sigra tvær lotur af þremur á spjöldum dómaranna.

Lyoto-Machida-vs-Yoel-Romero-TUF-Brazil-42. TUF Brazil 4 Finale, 27. júní – Lyoto Machida gegn Yoel Romero (millivigt)

Yoel Romero átti að berjast við Ronaldo ‘Jacare’ Souza í tvígang, síðast um miðjan apríl. Bardaginn átti sér aldrei stað, fyrst vegna veikinda Souza en síðar vegna hnjámeiðsla Romero. Hér fær Yoel Romero gullið tækifæri á móti fyrrverandi meistara. Lyoto Machida er viðurkenndur sem einn sá besti í millivigt en er smá saman að breytast í „gatekeeper“. Tapi hann þessum bardaga verður það hans þriðja tap í fjórum bardögum.

Spá: Lyoto Machida er alltaf hættulegur en Yoel Romero er einn besti glímukappi sem stigið hefur í búrið. Þetta er fimm lotu bardagi sem gefur Yoel Romero nægan tíma til að þreyta Lyoto Machida og sigra á stigum eða síðbúnu tæknilegu rothöggi.

cain werdum1. UFC 188, 13. júní – Cain Velasquez gegn Fabrício Werdum (þungavigt)

Við krossleggjum fingur og vonum að Cain Velasquez haldist heill í tvær vikur til viðbótar. Í fjarveru meistarans nældi Fabrício Werdum í „interim“ beltið sem Cain Velasquez þarf nú að taka af honum. Fabrício Werdum er hættulegur andstæðingur fyrir Cain Velasquez, fyrst og fremst út af heimsklassa hæfileikum á gólfinu. Cain Velasquez notast mikið við glímu í bardögum sínum er hvernig mun það ganga á móti margföldum heimsmeistara í brasilísku jiu-jitsu?

Spá: Það er erfitt að spá gegn Cain Velasquez. Ef hann er alveg heill mun hann naga niður Fabrício Werdum, forðast uppgjafartök og klára bardagann með höggum á gólfinu í fjórðu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular