spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í október 2014

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í október 2014

Eftir frábæran september mánuð tekur við talsvert rólegri október. Fyrir Íslendinga stendur auðvitað fyrst og fremst einn bardagi upp úr. Það er hins vegar ýmislegt annað í gangi, sérstaklega ef litið er aðeins lengra en UFC.

branch okami

10. WSOF 15, 24. október – David Branch vs. Yushin Okami (millivigt)

Það kom mörgum á óvart þegar Yushin Okami var vísað frá UFC eftir tap á móti Jacare Souza. Hann hafði jú unnið þrjá bardaga í röð fyrir þann bardaga. Rökin voru að Okami myndi aldrei ná að verða meistari og því var hann látinn fara. Nú er hann búinn að sigra einn bardgaa í WSOF og skorar á ríkjandi meistara, David Branch. Branch er ekki vel þekktur en hann er með svart belti í jiu-jitsu og hefur sigrað 14 af 17 bardögum á ferlinum. Branch barðist fjórum sinnum í UFC, sigraði tvo og tapaði tveimur.

Spá: Okami verður að teljast sigurstranglegri, hann sigrar á stigum.

Daron Cruickshank vs. Anthony Njokuani

9. UFC Fight Night 54, 4. október – Daron Cruickshank vs. Anthony Njokuani (léttvigt)

Hér mætast tveir frábærir „strikerar“ sem ætti að skila mjög spennandi bardaga. Cruickshank er með mjög skemmtilegan stíl og er til alls líklegur sem hann sannaði t.d. þegar hann gekk frá Erick Koch á þremur mínútum í maí. Njokuani hefur verið mjög misjafn. Hann hefur bókstaflega unnið einn og tapað einum síðan árið 2010. Skv. því mynstri ætti hann að vinna þennan bardaga.

Spá: Þetta verður líflegur og tæknilegur bardagi. Því er spáð að mynstur Njokuani verður rofið og að Cruickshank sigri á rothöggi í annarri lotu.

bellator130

8. Bellator 130, 24. október – Emanuel Newton vs. Linton Vassell (léttþungavigt)

Ríkjandi Bellator meistari í léttþungavigt, Emanuel Newton, hefur ekki fengið mikið umtal þrátt fyrir að hafa sigrað King Mo í tvígang og unnið sex bardaga í röð. Hann mætir hér Englendingnum Linton Vassell sem er með bardagaskorið 14-3 og hefur unnið níu bardaga í röð.

Spá: Vassell er nokkuð óþekkt stærð. Spáum því að Newton sigri í fyrstu lotu, kannski með enn einum „spinning back fist“.

Raphael Assunção vs. Bryan Caraway

7. UFC Fight Night 54, 4. október – Raphael Assunção vs. Bryan Caraway (bantamvigt)

Þessi bardagi er fyrst fremst áhugaverður út af Raphael Assunção. Sigri hann er nánast öruggt að hann fái að berjast við sigurvegarann af Dominick Cruz gegn T.J. Dillashaw. Assunção sigraði Dillashaw í fyrra og hefur unnið sex bardaga í röð. Caraway er oftast ekki talinn í hópi með þeim bestu en hann er seigur og hefur unnið Érik Pérez og Johnny Bedford í síðustu tveimur bardögum.

Spá: Bestu möguleikar Caraway eru á gólfinu. Vandamálið er hins vegar að Assunção er með svart belti í jiu-jitsu. Assunção ætti að sigra sannfærandi, segjum samt að Caraway þrauki allar þrjár loturnar.

cathal

6. UFC Fight Night 53, 4. október – Cathal Pendred vs. Gasan Umalatov (veltivigt)

Nafn Cathal Pendred er smá saman að verða þekkt hér á landi. Pendred er í innsta hring hjá Conor McGregor og Gunnari Nelson, þeir eru æfingafélagar og vinir. Pendred tókst ekki að sigra The Ultimate Fighter en sýndi ótrúlega seiglu þegar hann sigraði Mike King í Dublin í júlí síðastliðinn. Hér mætir hann hættulegum Rússa sem hefur unnið einn og tapað einum bardaga í UFC. Umalatov er með bardagaskorið 15-3 sem segir sína sögu.

Spá: Þetta verður erfiður bardagi eins og síðasti bardagi Pendred en hann rotar að lokum Rússann í þriðju lotu.

dantas warren

5. Bellator 128, 10. oktbóber – Eduardo Dantas vs. Joe Warren (bantamvigt)

Dantas og Warren áttu að berjast í Bellator 118. Dantas meiddist hins vegar svo Warren barðist um “interim” beltið og vann. Þessi bardagi sker úr um hver er réttmætur Bellator meistari í bantamvigt.

Spá: Dantas er mjög góður og 12 árum yngri en Warren. Dantas ætti að sigra nokkuð örugglega, hann rotar Warren í þriðju lotu.

phil-davis-glover-teixer

4. UFC 179, 25. október – Glover Teixeira vs. Phil Davis (léttþungavigt)

Þetta er mikilvægur bardagi í léttþungavigt. Teixeira stóð sig nokkuð vel á móti Jon Jones en hann þarf að vinna Davis ef hann ætlar að eiga möguleika á að keppa aftur um titil. Davis er yngri en þarf á góðum sigri að halda eftir mjög slæmt tap í hans síðasta bardaga á móti Anthony Johnson.

Spá: Það er erfitt að spá í þennan. Báðir eru góðir á gólfinu. Phil er með erfiðan stíl að eiga við en Glover er árásargjarn og höggþungur. Sennilega fer þetta í dómaraákvörðun, Teixeira sigrar tvær af þremur lotum.

tarec-saffiedine-vs-rory-macdonald

3. UFC Fight Night 54, 4. október – Rory MacDonald vs. Tarec Saffiedine (veltivigt)

Þessi bardagi fer fram sama kvöld og bardagi Gunnars í Stokkhólmi. Saffiedine er maðurinn sem vill oft gleymast í veltivigt. Það má samt ekki vanmeta hann. Saffiedine er síðasti Strikeforce meistarinn í veltivigt. Hann er núna að koma til baka eftir meiðsli og mætir sínum erfiðasta andstæðingi til þessa. MacDonald er hársbreidd frá því að berjast um titil. Sigri hann þennan bardaga er hann mjög líklegur til að skora á sigurvegarann af Hendricks gegn Lawler 2.

Spá: Það er erfitt að spá á móti Rory. Saffiedine er seigur en tapar á stigum.

aldo-vs-mendes

2. UFC 179, 25. október – José Aldo vs. Chad Mendes (fjarðurvigt)

Það muna eflaust margir eftir fyrsta bardaganum á milli þessa tveggja. Mendes náði Aldo ekki í gólfið og Aldo rotaði Mendes eftir umdeilt atvik þar sem hann greip í búrið til að halda sér standandi. Síðan þá hefur Mendes sigrað fimm andstæðinga og litið mjög vel út. Þessi bardagi er því mjög áhugaverður. Auk þess er þetta þyngdarflokkur Conor McGregor.

Spá: Aldo hefur ekki tapað síðan árið 2005 en það hlýtur að koma að því eins og hjá Anderson Silva. Það augnablik fær þó að bíða. Aldo sigrar aftur á rothöggi, að þessu sinni í annarri lotu.

story

1. UFC Fight Night 53, 4. október – Gunnar Nelson vs. Rick Story (veltivigt)

Það er lúxus að fá bardaga með Gunnari svo stuttu eftir Dublin. Hér fær hann frábært tækifæri á móti nokkuð stóru nafni og í aðalbardaga kvöldsins. Það skal ekki vanmeta Story en hann virðist klæðskerasniðinn fyrir Gunnar. Hann er frekar villtur standandi og árásagjarn sem býður upp á  gagnhögg og fellur. Story er nokkuð góður allsstaðar og sérstaklega sterkur glímumaður. Hann býr hins vegar ekki yfir sömu tækni og Gunnar sem verður honum að falli á laugardgskvöldið.

Spá: Gunnar afgreiðir Story í fyrstu lotu, “rear naked choke”.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular