Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaCathal Pendred: Þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum lengur

Cathal Pendred: Þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum lengur

Cathal Pendred berst sinn annan UFC bardaga nú á laugardaginn er hann mætir Rússanum Gasan Umalatov í Stokkhólmi. Pendred ræddi við MMA Fréttir á fjölmiðladeginum á miðvikudaginn.

Cathal Pendred hefur oft æft í Mjölni enda æfir hann hjá John Kavanagh hjá SBG í Írlandi. Pendred sigraði sinn fyrsta UFC bardaga í Dublin í júlí þegar hann hengdi Mike King í 2. lotu eftir að hafa verið mjög vankaður í 1. lotu. Hann fékk í kjölfarið 60.000 dollara bónus fyrir frammistöðu sína og talaði um á blaðamannafundinum eftir bardagann að bónusinn gæti breytt lífi sínu. Aðspurður um hvernig bónusinn hafi breytt lífi sínu sagði Pendred að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af peningum og væri ekki sífellt blankur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular